Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 33

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 33
Þorlákshöín Það vakti athygli manna í Surtseyjargosi, hversu nýrunnið hraunið í fjörunni var fljótt að taka á sig fasta mynd, eftir fáeinar vikur var rétt eins og það hefði leikið við hafið í margar og dular- fullar aldir. Mér kom þetta í hug, er við komum í yngsta sjávarbæ íslands, Þorlákshöfn, er breyst hafði úr niðumíddri bújörð, með söltu grasi og aflagðri útgerð, í þúsund manna bæ. Allt á aðeins fjórðungi aldar. Það var eins og þessi bær hefði alltaf verið þama, allt eins vel þótt flest húsin væru ný og utan við þetta allt gnauðaði hafsjórinn safírblár og ýmist skaut í fuglsbringu, ellegar öldumar brotnuðu með voldugum gný, þeg- ar þær fengu kalt grjótið í andlitið. (X Það var bræla úti og bátar vel- flestir í höfn, ellegar að berjast við að ná línu, eða netum í straumi og þungum sjó. Höfundur Þorlákshafnar, höfðingjamir tveir Þorlákshöfn mun draga nafn sitt af Þorláki helga, er biskup var í Skálholti (1139—1193) en þar mun hann hann hafa stigið á land, eftir að hafa tekið biskupsvígslu, árið 1178. Hann þótti hinn sköru- legasti biskup og reyndi mjög að efla kirkjuvaldið, sem kunnugt er. Önnur sögn segir á hinn bóginn að bóndi i Þorlákshöfn, er þá hét Elliðahöfn, hefði heitið á Þorlák biskup í sjávarháska, að breyta nafni jarðarinnar, ef hann næði landi, heilu og höldnu. Miklar sögur eru um útgerð og siglingu í Þorlákshöfn og talið að Ögmundur Pálsson, biskup, sem var í Skálholti 1521—1540 (d. 1541) hafi siglt skipi sínu, Súðinni SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.