Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 49

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 49
Ingólíur Falsson forsdl F.F.S.Í.: Sjómannadagurinn í dag er haldinn hátíðlegur 44. sunnudagur sem kenndur er við sjómenn og kallaður Sjómanna- sunnudagur. Ef að líkum lætur munu ýmsir af fyrirmönnum þjóðarinnar fara fögrum orðum um sjómenn og starf þeirra og er það vel, en síðan mun líða eitt ár þar til sterk lýs- ingarorð verða notuð um starf og líf íslenskra sjómanna. Nú síðustu ár hefur mér fundist ýmsir hafa tilhneigingu til að vilja gera minna og minna úr deginum, og telja það óþarfa tilstand að vera að halda þennan dag hátíðlegan. Ég tel að sjómenn þurfi að taka höndum betur saman og gera daginn mun öflugri og hátíðlegri en verið hefur nú síðustu ár, eða líkt því sem hann var áðurfyrr, taka upp kröfur til bættra kjara, en því miður virðist allt benda til að kjör sjómanna muni rýma til muna á næstu árum, en ekki má taka þetta svo að ekk- ert hafi áunnist. Litið til baka til síðasta árs Aflabrögð voru með því mesta sem orðið hefur á íslandsmiðum og á það við um flesta fiskistofna, að vísu var síldveiði heldur minni á síðasta ári en árinu þar á undan, en þar var ekki um að kenna afla- bresti heldur höfum við einfald- lega verðlagt okkur út af mörkuð- unum og tókst ekki að selja það magn sem veiða mátti. Sú alvar- lega staða er nú komin upp að loðnustofninn virðist nánast upp- urinn, a.m.k. er það álit fiskifræð- inga og ákveðið hefur verið að leyfa ekki veiðar á loðnu fyrr en eftir rannsóknarleiðangur í októ- ber í haust. Þetta er bundið því, að samstaða náist við aðrar þjóðir sem loðnuveiðar stunda á ís- landsmiðum, en þegar þetta er skrifað liggur það ekki fyrir, en stefnt er að því að fundur verði með EBE löndum í maímánuði. Hlýtur það að vera von okkar að ekki þurfi að koma til þess að farið verði að berjast um að veiða síð- ustu loðnuna. En ekki þýðir fyrir okkur að horfa á álengdar ef ná- grannar okkar sem veiðamar stunda vilja ekki bíða og sjá hvemig loðnustofninum reiðir af. Loðnuafurðir hafa numið um 20% af útfluttum sjávarafurðum á síð- ustu árum. Sýnt hefur verið fram á það með rökum, sem engir treysta sér til að mótmæla, að fiskiskipastóll- inn er til muna of stór óg þurfi að minnka um a.m.k. 10-15% en samt sem áður þá heldur hann áfram að stækka ár frá ári. Þessa þróunvil ég kenna ráðamönnum þjóðar- innar, þar sem samtök sjómanna og útgerðarmanna hafa lagst hart gegn þessari þróun. Það hljóta allir að sjá að þegar flestir aðal nytjastofnar eru fullnýttir eða of- nýttir þá þýðir hvert nýtt skip í flotann að færri fiskar verða til skipta fyrir þá sem fyrir eru. Með því að stöðva loðnuveiðamar koma þau 52 skip sem þær veiðar stunduðu með fullum þunga í veiðar á þorski og öðrum botnfiski. Skuttogarar eru nú þegar orðnir yfir 100, að vísu hefur minni bát- um fækkað aðeins, en rúmlesta- talan og veiðigetan aukist stór- lega, og þarf nú að halda flotanum frá veiðum í auknum mæli svo fiskistofnum sem eftir eru verði ekki stefnt í hættu. Vegna þessarar þróunar verða sjómenn að gera Ingólfur Falsson auknar kröfur en sem nema al- mennum verðhækkunum til þess að halda í við svo kallaða viðmið- unarhópa. Á sama tíma og fiski- skipum fjölgar hefur orðið ískyggileg þróun í farskipaflota okkar, á stuttum tíma hafa 5 skip farist og því til viðbótar hafa mörg skip verið seld úr landi eða eru á söluskrá, sem þýðir að farmönn- um okkar hefur fækkað verulega frá því sem var fyrir 3—4 árum. Sjómannadagurinn Nú hefur sjómannadagurinn verið haldinn hátíðlegur síðan 1938. Víðsvegar um landið eru starfandi sjómannadagsráð, a.m.k. í hinum stærri útgerðarbæjum, sem hafa það verksvið að sjá um framkvæmd hátíðarhalda dags- ins. í Reykjavík og Hafnarfirði hefur dagurinn verið haldinn há- tíðlegur sameiginlega og fyrir því stendur Fulltrúaráð Sjómanna- dagsins. Það eru efalaust margir SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.