Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 53

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 53
Lóðningar á sumargotssíld á vetursetustöðvunum við Tvísker og Hrollaugseyjar eftir að sterki árgangurinn frá 1971 bættist í stofninn. SÍLD Hvenær og hvemig á að mæla síldina Öllum þeim mörgu sjómönnum sem stundað hafa síldveiði er ljóst að hegðun hennar er mjög breytileg frá einum árs- tíma til annars og reyndar einnig frá ári til árs. Ef haft er í huga við hvaða skilyrði er best að mæla síldina og getið var um hér að framan er ljóst að útilokað hefði verið að beita bergmálsaðfeð við mælingu á stærð síldarstofnsins við Norðurland þegar hún var í mjög'þéttum afmörkuð- um torfum upp við yfirborð og þá stund- um vaðandi. Þá ber einnig að hafa í huga að útbreiðslusvæði síldarinnar að sumar- lagi gat verið mjög breytilegt eftir því hvert hún sótti í ætið. Einnig var ljóst að hegðun síldarinnar á Rauða torginu síðla hausts var þannig að bergmálsmæl- ingar hefðu vafalítið tekist ef mælitækin hefðu verið fyrir hendi meðan síldin hélt sig þar. Þá er ljóst að hegðun síldarinnar á hrygningartímanum hentar ekki fyrir bergmálsmælingu. Bæði er það að síldin stendur oft stutt við á hrygningarstöðv- unum, dreifist og hverfur um leið og hún er búin að hrygna og svo hitt að hún er þá oft mjög þétt við botn og erfitt að greina hana frá botnlóðningum. Síldveiðibann hófst hér 1. febrúar 1972. Þá var fljótlega hafist handa um undir- búning að því að fylgjast með stærð síld- arstofnsins með bergmálsmælingum. Að sjálfsögðu var þá engin síld á Rauða torginu enda hafði íslenska sumargots- síldin aldrei haldið sig þar en eigi að síður beindist áhuginn strax að því að reyna að mæla hana á vetursetustöðvum eftir að meginhluti stofnsins hafði safnast á til- tölulega afmarkað svæði þar sem hún var í fáum en stórum flekkjum. Fyrsti leiðangurinn til að kanna mögu- leika á þessum bergmálsmælingum var farinn í nóvember—desember 1972. f þessum leiðangri var leitað með allri suð- vestur- og suðurströndinni og einnig tals- vert frá landi. Á svæðinu frá Ingólfshöfða að Hrollaugseyjum fundust nokkrar síld- artorfur. Hin stærsta þeirra er sýnd á 1. mynd og taldist okkur til að hún væri um 50 milljónir rúmmetra, en samanlagt voru þær torfur sem fundust um 200 milljónir rúmmetra. Bergmálsmælingar með tegr- unarmæli voru ekki gerðar að þessu sinni en sýni sem tekin voru með loðnuflot- vörpu sýndu að í torfunum var nær ein- göngu um tvo árganga að ræða, þ.e.a.s. tveggja og þriggja ára síld (árgangar frá 1969 og 1970). Giskað var á að hvor ár- gangur um sig væri um 100 milljónir en við útreikninga síðar hefur komið í ljós að þeir voru tæpar 80 milljónir hvor árgang- ur. Segja má að þetta hafi verið sú síld sem lifði af hrunið mikla í lok næstsíðasta áratugs. Síðastliðin 9 ár hefur síldarstofninn verið mældur með bergmálsaðferð á vet- ursetustöðvum sínum og niðurstöður mælinganna notaðar við tillögugerð um stjómun veiðanna. Á tímabilinu 1973—1976 hagaði síldin sér mjög líkt á vetursetustöðvunum frá ári til árs. f nóvember—desember hélt hún sig í einni samfelldri torfu á svæðinu frá Ingólfshöfða og austur undir Hrollaugs- eyjar. Þessi torfa var um 12—15 mílur á 16° 30' 2 0' Sumargotssíld í samfelldri torfu 1976. Mæligildi sem sýna hlutfallslegan þétt- leika eru sýnd ásamt leiðarlínum. lengd og 0.7—1 sjómíla á breidd. Á 2. mynd sést hvernig samhangandi dreif var á löngu svæði á þessum árum vestan Hrollaugseyja en austan Ingólfshöfða. Á 3. mynd er sýnt hvemig siglt er fram og aftur yfir torfuna meðan bergmálsmæl- ingamarfara fram og eru mæligildin færð á leiðarlínumar. Árið 1977 kom í ljós að aðeins tiltölu- lega lítil torfa var á hefðbundnum vetur- setustöðvum austan Ingólfshöfða en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að aðal síldarsvæðið reyndist vestur í Meðal- landsbug og fannst þar torfa sem var um 27 fersjómílur að stærð. Aðstæður við mælingamar 1977 voru að því leyti ólíkar miðað við fyrri ár að síldin í Meðallands- bug var ekki eins nærri land og hún hafði verið austan Ingólfshöfða. Voru aðstæður mun betri 1977 en árin á undan að þessu leyti. Árið 1978 hafði síldin safnast á mjög takmarkað svæði (6.6 fersjómílur) rétt vestan Hrollaugseyja, þegar mælingamar voru gerðar í desember. Aðstæður við mælingarnar 1979 voru í flestu svipaðar því sem var árið áður að öðru leyti en því að síðara árið hélt síldin sig austur í Lónsbug. Torfan var að vísu öllu stærri eða 9.6 fersjómílur. Þegar leið á haustið 1980 kom í ljós að lítil sem engin síld var á hefðbundnum slóðum við austanverða suðurströndina. Aðal síldarmagnið hélt sig hins vegar á Austfjörðum eftir að kom fram á haustið. Mælingamar voru því gerðar við óvenju- legar aðstæður. Síldin var mest í Mjóa- firði og Berufirði. í Mjóafirði var síldin SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.