Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 54
“&W '"■■■ ' Sumargotssíld á Berufirði 1980. Útbreiðsla torfunnar er sýnd efst en lóðningin á Fossárvík fyrir neðan. alveg inn við botn fjarðarins og náði rúma mílu út í fjörðinn. Flatarmál torfunnar þar var um eða innan við fermílu. I Berufirði var meginhluti síldarinnar inn á Fossárvík en flatarmál hennar er 1.2 míl- ur. Þar mældust um 150 þúsund tonn af síld. Síldin var því á rnjög takmörkuðu svæði og í þéttum torfum eins og sýnt er á 4. mynd. Eins og árið áður hélt síldin sig einkum á Austfjörðum haustið 1981. Áður en mælingar hófust hafði þó mikið af síld gengið út úr Austfjörðum og er skemmst frá því að segja að mælingar tókust ekki fyrr en í janúar 1982. Þá hafði síldin safnast í 2—3 torfur við ósa Ölfusár og Þjórsár. Þetta örstutta yfirlit um gang berg- málsmælinganna á síldinni ætti að nægja til þess að sýna að síldin hefur ekki verið við eina fjölina felld hin síðustu ár. Breyttum háttum hennar hefur verið mætt með breyttum leiðöngrum og end- urbættum aðferðum við mælingarnar. Jafnan hefur svo farið, að tekist hefur að mæla stærð stofnsins við góðar aðstæður enda höfum við oft orðið að bíða færis dögum og jafnvel vikum saman. Stærð síldarstofnsins Niðurstöður bergmálsmælinganna á tímabilinu 1973—1982 eru sýndar í töflu l.'Með því að margfalda saman flatarmál hverrar torfu og meðal mæligildi innan hennar fæst góð vitneskja um það hvernig síldarstofninn breytist frá ári til árs. En ef breyta á þessum mæligildum í fjölda sílda þarf að hafa góða þekkingu á endur- varpsstuðli hennar. I leiðöngrum 1980og 1981 gerðu þeir Páll Reynisson og Ólafur Halldórsson ítarlegar athuganir á endur- varpsstuðli síldar af ýmsum stærðar- flokkum. Niðurstöður þeirra Ólafs og Páls eru notaðar til að breyta mæligildum í síldarfjölda. Síldarfjöldanum í hverri mælingu er síðan skipt í aldursflokka samkvæmt þeim sýnum sem tekin voru á vetursetu- stöðvunum meðan á mælingum stóð. I ljós hefur komið að ungsíldin hefur gengið mjög misjafnlega á vetursetu- stöðvamar. Haustið 1980 var t.d. mjög mikið af ungsíld í fjörðunum þegar mæl- ingin fórfram og hún kemur því vel fram í 1. töflu en á vetursetustöðvunum austan Þorlákshafnar var hins vegar tiltölulega lítið af ungsíld. Því verður að telja að bergmálsmælingamar gefi tiltölulega betri mynd af hinum kynþroska hluta stofnsins en af ungsíldinni. Á 5. mynd er fjöldi 4 ára og eldri sílda sýndur sam- kvæmt bergmálsmælingunni á tímabilinu 1974 til 82. Við upphaf þessa tímabils 52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ mældust aðeins 30 til 40 milljónir sílda (10—15 þús. tonn) en eftir 1975 fer stofn- inum að vaxa fiskur um hrygg og undan- farin 3 ár hafa mælst milli 5 og 600 millj- ónir sílda í þessum aldursflokkum. Nú vill svo til að síldin verður að minnsta kosti 12 til 16 ára gömul. Af þessum sökum er unnt að beita svokall- aðri V.P.-greiningu eða aldursaflaaðferð við útreikning á stærð síldarstofnsins. Þessi aðferð hefur þann ókost að hún gefur litla hugmynd um stærð stofnsins á líðandi stund en mjög góða vitneskju um það hvemig hann var fyrir nokkrum ár- um. Því er unnt að bera saman stofn- stærðarútreikninga samkvæmt V.P.-greiningu og bergmálsaðferð. Þetta hefur verið gert og ber þessum tveimur aðferðum mjög vel saman allt frá og með árinu 1977. Þar áður virðist bergmáls- mælingin gefa lægri stofnstærð en V.P.-greiningin og er það sennilega vegna þess að þróun í mælitækni hafði ekki náð þeirri nákvæmni sem við nú ráðum yfir. Ekki verður annað sagt en niðurstöður V.P.-greiningarinnar styrki mjög þær ályktanir sem dregnar hafa verið af berg- málsmælingunum og er ómetanlegt að geta metið stærð stofnsins með tveimur gerólíkum aðferðum. Með V.P.-greiningunni er að sjálfsögðu unnt að athuga þróun stofnsins yfir miklu lengra tímabil og áður en bergmálsmæl- ingamar hófust. Stærð hrygningarstofns sumargotssíldarinnar er sýnd í þúsund- um tonna á 6. mynd. Við upphaf tíma- bilsins árið 1961 var stofninn um 300 þús. tonn en minnkareftirþaðjafntog þétt allt til ársins 1969 og er þá orðinn um 15 000 tonn eða 5% af því sem verið hafði 8 árum áður. Eftir síldveiðibannið 1971 til 75 fer stofninn hins vegar að rétta við. Munar

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.