Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 57

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 57
nóvember var stærð hrygningarstofnsins mæld tvisvar með svo til sömu útkomu. Aðferðin er því sjálfri sér samkvæm og ástæður þeirra frávika, sem vart hefur orðið, hafa oftast legið ljóst fyrir. Niðurstaðan er því sú, að þær berg- málsmælingar sem gerðar hafa verið á stærð íslenska loðnustofnsins á haustin og veturna og sýndar eru á myndum 8 og 9, séu fyllilega marktækar. Mælingarnar gefa sem sé rétta mynd af þeim gríðar- mikla samdrætti sem orðið hefur í stofn- stærð seinustu árin. Stærð stofnsins í tonnum talin þarf hins vegar ekki að vera nákvæmlega sú sem mælingamar eru í dag taldar sýna. En þetta er ekkert aðal- atriði. Fyrst aðferðin er sjálfri sér sam- kvæm er hún jafngott tæki til notkunar við stjórnun veiðanna hvort sem tonna- talan er nákvæmlega rétt eða ekki. Aðalástæða þeirrar lægðar sem loðnu- stofninn er nú kominn í er vitanlega of- veiði. Auk þess virðist lélegt árferði á ís- landsmiðum eiga sinn þátt í lélegum fisk- árgöngum s.l. 5 ár. Það er hins vegar at- hyglisvert að hin gífurlega aflaaukning á árunum 1976—78 verður með tilkomu sumar- og haustveiðanna. Enda þótt litlu hafi yfirleitt verið land- að af smáloðnu komst þessi hluti stofnsins í miklu meiri snertingu við veiðamar en verið hafði fyrir 1976. Auk þess hefur reynst erfitt að stöðva veiðamar í tæka tíð þar sem niðurstöður stofnstærðarmæl- inga liggja oftast ekki fyrir fyrr en seint að haustinu. Tilraunir til mælinga á hinum ókynþroska hluta stofnsins hafa nefnilega ekki borið viðunandi árangur ennþá. Meðan svo er og með hliðsjón af þeirri reynslu sem þegar er fengin af sumar- og haustveiðunum verður því að álykta að úr þeim beri að draga aða jafnvel hætta þeim í bili. Það er .mikið vinnandi til þess að loðnustofninn nái aftur fyrri stærð og geti skilað þeim arði sem af honum má vænta auk þess sem ekki má gleyma því að við deilum honum með þorskinum. Lokaorð íslenskum sjómönnum er vafalaust í fersku minni að á síðustu 15 árum hafa fjölmargir stofnar uppsjávarfiska hrunið um allt norðanvert Atlantshaf og á þetta raunar við víðar í heimshöfunum. Flestir þessir fiskstofnar eiga það sameiginlegt að þeir eru torfufiskar. Eftir því sem fisk- leitartækin verða fullkomnari er auð- veldara að fylgjast með göngum og finna slíkar fisktegundir. Aflinn þarf því ekki að minnka þótt stofninn minnki meðan enn er efniviður í nokkrar góðar torfur. Tæknilega séð er því miklu auðveldara að höggva stór skörð í uppsjávarfiskastofna heldur en í botnfiska sem eru dreifðari og Samanburður bergmálsmælinga á mis- munandi árstímum. Auðu súlurnar tákna niðurstöður mælinga og þær skástrikuðu aflann sem fékkst þann tíma sem leið milli þeirra. mynda sjaldnast torfur. Þá hefur einnig komið í ljós að uppsjávarfiskar virðast þola veiðiálag ver en botnfiskar. Þetta kemur einkum fram í því að viðkomu- brestur verður þegar hrygningarstofn uppsjávarfiska fer niður fyrir vissa lág- marksstærð sem virðist vera mun hærri en þegar um botnfiska er að ræða. Um þetta eru mörg dæmi en nærtækust ef til vill þau, að viðkomubrestur varð í norsk-ís- lenska síldarstofninum fyrir 15 árum þegar hrygningarstofninn varð minni en 2.5 milljón tonna. Þetta skeði einnig þegar íslenska vorgotssíldin fór niður fyrir 200 000 tonn og íslenska sumargotssíldin varð minni en 150 000 tonn. Við þekkjum þessi neðri mörk hinna ýmsu síldarstofna af biturri og dýrkeyptri reynslu. Mælingar á stærð íslenska loðnu- stofnsins hafa enn sem komið er varað í svo fá árað ekki er unnt að slá neinu föstu hver lágmarksstærð hrygningarstofnsins þurfi að vera til þess að stærð árganga skaðist ekki af þeim sökum. Reynsla okkar undanfarin ár svo og bæði Kan- adamanna og Norðmanna bendir þó ein- dregið til þess að svipuð lögmál gildi um loðnustofninn og síldarstofninn að há- marksafrekstursgetu verði ekki náð nema þess sé gætt að hrygningarstofninn sé öfl- ugur hverju sinni. Mörgum hefur komið spánskt fyrir sjónir að íslenskir fiskifræðingar skuli ætla sér þá dul að mæla fiskmergð í sjón- um með bergmálstækjum. Þetta hefur þó verið gert eins og lýst hefur verið hér að framan. Lykillinn að þeim árangri sem náðst hefur felst einkum í þvi að athuga hegðun og dreifingu fisksins rækilega og bíða síðan þolinmóður uns færi gefst til mælinga. Vegna langlífis síldarinnar er unnt að bera bergmálsmælingar saman við stofn- stærðarútreikninga sem gerðir eru með svokallaðri V.P.-greiningu og byggir á allt öðrum forsendum. Eins og að framan greinir er samræmi gott milli þessara tveggja gerólíku aðferða. Þessu er ekki að heilsa með loðnumælingamar. Til þess lifir loðnan allt of skamma hríð. í stað þess hafa loðnumælingarnar verið end- urteknar nokkrum sinnum á hverju ári og eins og lýst hefur verið hér að framan eru mælingamar yfirleitt í góðu samræmi innbyrðis. Þetta skiptir höfuðmáli til þess að unnt sé að sýna þróunina. í raun skiptir ekki öllu máli hvort sjálf tonnatalan er rétt. Aðalatriðið er að mælingamar séu gerðar við samskonar aðstæður frá ári til árs og séu því sambærilegar. Það er þró- unin frá ári til árs sem hér skiptir öllu. Þess var getið hér að framan að vegna langlífis síldarinnar væri unnt að bera mælingu saman við úttekt eða stofnstærð- ar útreikninga þar sem allt öðrum aðferð- um er beitt. Við höfum þannig getað mælt stærð 1971 árgangsins níu sinnum á tímabilinu 1973 til 1982. Þetta eraðsjálf- sögðu ekki hægt að gera að því er varðar loðnuárgangana. Hver árgangur er mældur sem 2 ára loðna að haustlagi en mikilvægt er að þessar mælingar eru endurteknar aftur í janúar eða febrúar. Eins og sýnt er á 9. mynd er þarna oftast mjög mikið og gott samræmi á milli mælinga og þess afla sem tekinn er milli þeirra. Okkur sent að þessum bergmálsmæl- ingum höfum staðið hefur það verið mikið kappsmál að þær væru gerðar eins vel úr garði og mögulegt er og það er meðal annars þess vegna sem loðnumæl- ingamar hafa verið endurteknar mörgum sinnum á ári. Á hinn bóginn hefur einnig verið reynt að sannreyna niðurstöður mælinganna eftir öðrum aðferðum og á þetta að sjálfsögðu einkum við um síld- ina. Það er eftirtektarvert að niðurstöður síldarmælinganna eru miklu síður rengd- ar en niðurstöður loðnumælinganna. í þessu sambandi er rétt að minna á að síldarstofninn hefur heldur verið á upp- leið allt frá því að bergmálsmælingarnar hófust 1973 en þannig hefur hitst á að loðnustofninum hefur hins vegar hrakað mjög frá því að bergmálsmælingar hófust á honum árið 1978. Menn hafa því treyst góðu tíðindunum sem borist hafa frá okkur um ástand síldarstofnsins en átt erfiðara með að trúa niðurstöðum um minnkandi loðnugengd. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.