Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 59

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 59
Björgunarafrek við strendur Englands Frásögn skipstjórans á Tunguíossi Svo sem alþjóð er kunnugt, þá sökk M/S TUNGUFOSS suður af Land‘s End í ofveðri og unnu skipverjar á breskum björgunarbáti og þyrluflugmenn einstætt björgunarafrek, að því er flestir telja. Mikið hefur verið ritað og rætt um atburð þennan, og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi bresku björg- unarmennina afreksmerki, er hún kom til Bretlands í opinbera heimsókn. Sjómannadagsblaðið leitaði til Gunnars Scheving Thor- steinssonar, skipstjóra á Tungufossi, og bað hann að lýsa þessum atburði í stuttri frásögn, sem hér fer á eftir. Frásögn skipstjórans Það var dimmt að nóttu, þegar M/S TUNGUFOSS lét úr höfn í Avonmouth, eftir að hafa farið um skipalásinn og undir ógnandi skýjum var haldið sem leið liggur. í lestum skipsins var laust hveiti sem fara átti Le Havre í Frakk- landi, en borgin er við ósa Signu. Það var 18., september 1981. Klukkan var orðin tíu að kvöldi, er lóðsinum var sleppt, og hásetar voru að ljúka við að ganga frá á þilfari. Þetta er ekki löng sigling, frá Bristol til Le Havre, en á hinn bóginn gat hún verið hættuleg. Voldugar öldur Atlantshafsins brotna þar á klettóttri ströndinni. Umferð skipa er mikil og við Biskupsstein og Sjösteinarif er oft draugalegt að vetrarlagi. Menn unnu skyldustörf sín þöglir og af hraða og nákvæmni, og síðan gengu þeir, sem ekki áttu vakt til náða. Slög vélarinnar greindust eins og daufur hjart- sláttur í brúnni. Þama er nokkuð um skipaferðir og það grillti í ljósin í Wales og Bristol, því flóinn er þröngur inn á milli Somerset og Wales, en þegar komið er út af strönd Comwall, þar sem er syðsti og vestasti tangi Englands, eða Land’s End, eru skip komin úr öllu vari fyrir haf- öldunni að heita má. TUNGUFOSS klauf myrkrið og ógnandi nóttina. Nokkur vind- ur var af suðvestri, og gert var ráð fyrir versnandi veðri. Leið nú nóttin og án allra tíð- inda um borð í TUNGUFOSSI, nema skipið valt nokkuð í þung- um sjó. Þegar utar dró og leið á kvöldið var komið hvassviðri og talsverður sjó. Þama er straumur mikill og minnir nokkuð á Reykjanesröstina, svo dæmi séu tekin hér heima af aðstæðum. Hafaldan brotnaði á svörtum flúðum og klettum og skipin fyrir utan lyftust og hnigu á þykkri 17/4 ’82 fór fram á Reykjavíkurflugvelli æfing og sýnikennsla á björgun slasaðra manna, sem sóttir eru á haf út af þyrlu. Á myndinni má sjá hvar starfsmaður Landhelgisgæsl- unnar og nemandi úr Stýrimannaskólanum eru dregnir um borð í Sykorskyþyrluna TF-Rán. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.