Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 60

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 60
Skipshöfnin á m/s Tungufossi, sem bjargaðist Nöfn talið frá vinstri: Þorsteinn Pétursson, Hallur Helgason, Hallgrímur Hauksson, Gunnar Sch. Thorsteinsson, Theodór Hansen, Steinar Helgason, Vignir Sveinsson, Gísli Níelsson, Aðalsteinn Finnbogason, Þorbjörn Gunnarsson, Ragnar Kjæmested. öldunni út af Land’s End. TUNGUFOSSI miðaði hægt móti vindi og sjó, en eftir klukkan átta um kvöldið næsta dag, var stefn- unni breytt lítillega til bakborða, suður af Land’s End. Þótt eigi væri fárviðri, var þó komið slæmt veður og sjólagið fór versnandi. Öðru hverju greindu menn straumhnúta úti í rökkrinu, skipið bar sig þó vel, miðað við aðstæður, enda hæfilega lestað. Það mun hafa verið á bilinu 20.15—20.30 að skipið fékk á sig hnút, eða brotsjó. Það heyrðist högg, og andartaki síðar skall hnúturinn á skipið stjómborðs- meginn og kastaði því yfir til bak- borða. Skipið nötraði stafnanna á milli og sjór flæddi um allt, en þegar það hafði hreinsað sig, varð ljóst, að farmurinn hafði kastast til. Skipið var með 30° halla, eða slagsíðu, á bakborða. Það varð strax sýnt, að hætta var á ferðum og viðbrögð okkar voru í samræmi við það. Var skipinu nú snúið aftur á vestlæga stefnu, þannig að það hefði vind og sjó á bakborðssíðu í von um að það 58 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ takist að rétta með því hallann. En það kom fyrir ekki skipið hélt áfram að hallast í bakborða. Skipið yfirgefið Var þá sent út neyðarkall, því ástandið var orðið þannig, að gera mátti ráð fyrir að skipið legðist á hliðina þá og þegar og sykki. Gaf ég fyrirmæli um að sjósetja björgunarbát á stjómborða, en gúmmíbátur á bakborða flaut út, sjálfkrafa og tókst ekki að ná til hans. Ekki var unnt að setja út aðra lífbáta, vegna hallans. Það er örðugt að lýsa því sem á eftir fór. Út úr myrkrinu kom skyndilega enskur björgunarbátur frá landi og svamlaði hann gegn- um hafsjóinn og við heyrðum til þyrlu fyrir ofan skipið. Skipverjar á enska björgunar- bátnum sýndu nú einstaka dirfsku og leikni í skipstjóm, er þeir lögðu að TUNGUFOSSI í hafrótinu Tókst þeim að bjarga sjö af skip- verjum við aðstæður, sem eftir á að hyggja virtust naumast vera í mannlegu valdi. Á meðan á þessu stóð, byrjaði þyrlan einnig að hífa menn upp frá TUNGUFOSSI sem var þá nánast kominn á hlið- ina og byltist þunglega í stórsjó og stormi. Af mér var það að segja, að þegar hallinn var orðinn um 70° yfirgaf ég stjómpall og ég reyndi að kanna hvort einhver væri eftir um borð. Ég var með taug utan um mig og ýmist synti ég, eða skreið utan á yfirbyggingunni, meðan ég beið þess að verða hífður upp í þyrluna. Taldi ég mig fara síðastan frá borði, sem ég reyndar varð, og vera ber. Eigi að síður vissi ég ekki afdrif félaga minna út í hör- gul. Það er örðugt við svona að- stæður. Það er ekki aðvelt að lýsa síð- ustu augnablikum þessara at- burða, eða frá því að skipun var gefin um að yfirgefa skipið þar til strekktist á tauginni frá þyrlunni og ég var hífður upp og um borð í hana. Þaðan sá ég TUNGUFOSS í seinasta sinn, út um hliðardyr þyrlunnar. Lá skipið þá á hliðinni í sjónum og hafsjórinn gekk yfir það, látlaust. Það er ekki heldur auðvelt að lýsa þeim tilfinningum er grípur menn við þessar aðstæður. Fáein- ar mínútur skipta sköpum, skildu milli lífs og dauða. Ensku sjómennimir og þyrlu- flugmennirnir höfðu þar sýnt mikið snarræði og dirfsku. Og sannarlega verður það aldrei þakkað til fulls. Þeir lögðu líf sitt í hættu, og ég vil minna á, að nokkru síðar fórst breskur lífbátur við björgunarstörf við svipaðar aðstæður. Þannig að þessir menn tefla upp á líf og dauða, ef því er að skipta. Um það getum við verið fullviss. Þegar um borð í þyrluna var komið, kannaði flugmaður ástand mitt, aðstoðarflugmaðurinn að ég hygg. Þetta gjörði hann, þrátt fyrir að ég segði honum að allt væri í lagi með mig. Síðan gaf hann mér heitt kaffi og varð hann að hella því niður í mig,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.