Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 61

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 61
Skipverjar af Tungufossi skoða björgunarbátinn, sem bjargaði þeim. Talið frá vinstri: Theodór Hanscn, Gunnar Sch. Thorsteinsson, skipstjóri, Morris Hutcheus, skipstjóri á björgunarbátnum og Aðalsteinn Finnbogason. því ég skalf svo mikið, að ég gat með engu móti haldið á bollanum. Þótt komið væri um borð í þyrluna, var mér ekki rótt. Óttinn um að ekki hefði tekist að bjarga öllum nagaði mig. Við vorum fjórir í þyrlunni en hinir voru í björgunarbátum, að því er ég best vissi. Og mikill léttir var það, þeg- ar flugmaðurinn kom aftur í og tjáði mér að allir hefðu bjargast af TUNGUFOSSI. Þyrlan hélt nú til lands. Félagar mínir þrír, sátu frammi í þyrlunni, og ég komst ekki að því, fyrr en eftir lendingu, að þeir vissu ekki að ég var um borð og urðu þeir undrandi þegar ég kom út um hliðardymar, eftir að þeir voru stignir á land. Á flugvellinum biðu sjúkrabílar. Ég harðneitaði að láta setja mig í sjúkrakörfu og staulaðist ég út í sjúkrabifreiðina, er ók okkur á herspítala þar í grenndinni. Hinum sjö mættum við síðan í Penzamce á sjómannaheimilinu þar, daginn eftir, og urðu þá fagn- aðarfunndir. Heiðursmerki afhent í London Þar með er þessari stuttu frá- sögn í raun og veru lokið. Frá- sögninni um síðustu ferð TUNGUFOSS. Við nutum mikillar gestrisni og vináttu í Bretlandi. Þeir bjarga ekki aðeins fólki, heldur heimta það úr helju. Við fengum klæði og gott atlæti og einkar hlýlegt viðmót. Oftverðurmér.ogánefafélögum mínum líka, hugsað til þessarar stundar. Það þakklæti er þú getur mælt af vörum fram er nefnilega í engu samræmi við þá þakkar- skuld, er þú stendur allt í einu við bláókunnuga menn. íslensk stjómvöld, Slysavama- félag fslands og Einskipafélagið, gleymdu heldur ekki þessu fólki, því sem áður sagði, þá var þessa atburðar minnst sérstaklega er forseti íslands Vigdís Finnboga- dóttir fór í opinbera heimsókn til Bretlands. Þá sæmdi hún björg- unarmennina heiðursmerki við sérstaka athöfn í London og enn- fremur sæmdi Slysavamafélag ís- lands þá gullmerki, og var það Gunnar Friðriksson, forseti Slysa- vamafélagsins, er það gjörði. Það er ljóst, bæði eftir björgun skipsverjanna á Tungufossi og ýmsa atburði aðra, að þyrlur eru þýðingarmikil björgunartæki, þegar sjóslys verða og að því hlýt- ur að draga, að íslendingar noti þessa tækni, eða tileinki sér hana í ríkara mæli en verið hefur. Þyrluútgerð er kostnaðarsöm, og ekki síst ef halda á úti full- kominni björgunarþyrlu með þjálfuðum flugmönnum og að- stoðarmönnum. En vonandi sjá stjómvöld einhverja leið til að tryggja sæförum þessa björgunar- leið í náinni framtíð. Vil ég hér mega þakka fyrir hönd okkar á TUNGUFOSSI, að menn hér heima, mundu þetta af- rek, og enn þökkum við sjálfir þeim er við eigum líf að launa. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59 Svala Scheving Thorsteinson ásamt eiginmanni sínurn Gunnari, og borgarstjórahjónum Lundúnaborgar.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.