Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Qupperneq 75
viðskiptabækur eru prentaðar að
tilhlutan stjómarráðsins, þar sem
sjómaðurinn getur lesið um sinn
rétt og sína stöðu.
Reglugerð um viðurværi
á skútum
Með samningi hefur Skúli Þor-
kelsson tryggt sér margvíslegan
rétt, en einnig gengist undir
þungar skyldur. Meðal annars er
það skilgreint í Reglugjörð um
viðurværi á íslenskum fiskiskipum,
dags. 29. febr. 1896, en hún hljóð-
ar svo:
„Á íslenskum skipum, sem
ganga til þorskveiða við strendur
landsins, skal til málamatar út-
hluta hverjum manni til hverrar
viku:
5 pd. af skonroki, eða í þess stað
6 pd. af rúgbrauði,
l'A pd. af smjöri eða smjörlíki,
Vi pd. af kandíssykri,
Vi pd. af púðursykri (í tevatn),
Va pd. af kaffibaunum,
8 kvint af kaffibœti,
6 kvint af telaufi.
Auk þess skulu skipverjar fá
soðinn fisk til mála eptir þörfum,
þegar nýr fiskur er til, og jarðepli
8/4 pd. á mann, að minnsta kosti 4
sinnum á viku. Þegar jarðepli eru
eigi til, skal koma í þeirra stað 2
pd. af skonroki eða 3 pd. af rúg-
brauði.
Til miðdagsverðar skal auk hins
framantalda hafa eldaðan mat,
sem hjer segir, á viku hverri:
2 daga góðar baunir með Vi pd.á
mann af nýju kjöti, eða söltuðu, ef
nýttkjöt fæst eigi.
2 daga graut, annan daginn úr
bankabyggi, en hinn úr hrísgrjón-
um.
2 daga kjötsúpu með nýju kjöti,
eða, ef það er eigi til, þá saltkjöt,
er sje Vi pd. á mann, vegið hrátt.
1 dag fiskisúpu með nýjum fiski,
bætta á vanalegan hátt, eða salt-
fisk með jarðeplum, þegar nýr
fiskur er ekki til.
Fisk til málamatar og miðdags-
verðar skal taka af trosfiski
óskiftum.
Graut, baunir, súpu og fisk skal
gefa eptir þörfum, púðursykur með
grautnum og fiskisúpu, V\ pd. á
mann um vikuna, og hæfilega
mikið af ediki.
Blaðsíða úr viðskiptabók Skúia Þorkeissonar.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73