Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 76

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 76
Allur vistaforði skipsins skal við byrjun ferðar vera óskemmdur, hollur og vel með farinn, og skal hann vera svo ríflega tiltekinn, að ekki geti komið til þess, að neitt vanti af því, sem tiltekið er, á þeim tíma, sem ráð er fyrir gjört að skipið verði úti. Trjeílát, sem neyzluvatn er geymt í, skulu jafnan vera brennd að innan; að öðrum kosti verður að sía vatnið og hreinsa, áður en þess er neytt. Það skal vera á valdi skipstjóra að draga af og gjöra breytingar á ofangreindu mataræði, ef hann álítur þess þörf, sökum þess að út- lit sje fyrir, að útivistartími skips- ins verði af óvæntum ástæðum lengri en til var ætlað, svo að mat- arskort geti að höndum borið, eða einhverja tegund þrjóti. Enginn af skipverjum getur heimtað meiri mat en hann sjálfur neytir, nje endurgjald fyrir það, er hann kann að neyta minna en til er tekið í framanskráðri reglugjörð.“ Lögskráning En Skúli Þorkelsson hefur und- irgengist margt annað með ráðn- ingu sinni á kútter Bjöm Ólafsson, en kost. Hann hefur samkvæmt lögum skuldbundið sig til þess að gjöra eftirfarandi: 1. að koma til skips með fatnað sinn og sjálfur 2. að vera með mjer eða hverjum öðrum skipstjóra, sem kynni að verða skipaður í minn stað, eða hverjum öðrum, sem skipstjómin kynni að vera á hendur falin, gegn og hlýðinn mótmælalaust í öllu því, sem fyrirskipað er þjónustu skipsins eða þarfir útgjörðar- manna, bæði á sjó og landi. 3. að vera á skipi þangað til lög- skráning úr skiprúmi fer fram, þá er skipið er komið á höfn hjer á landi og það er affermt þar, eða, ef þess er krafizt, þá er ferðinni frá þessum affermingarstað þangað, 74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Pétur Mikkel Sigurðsson, skipstjóri. sem skipið á heima, er lokið og skipið er fest með akkerum; má þá segja upp vistinni af beggja hálfu, og ber þá að greiða það, sem eptir stendur af kaupinu, áður dagar sjeu liðnir—allt samt að áskildum rjetti skipverja til að ganga úr skiprúmi, þegar svo stendur á, sem sgir í skipsagabálki farmannalaga 22. marz 1890, 53. og 54. gr. 4. að heimta ekki á leiðinni frek- ari fyrirframgreiðslu upp í kaup en innt var af hendi áður en skipið lagði af stað, nema það sje heimil- að í skipsagabálki farmannalaga. 5. að hafa ekki meðferðis vaming til sölu. Auk þessa gátu gilt ýmis sér- ákvæði, sem skrifa mátti í Við- skiptabókina undir staflið 6., en til þess kom ekki að þessu sinni. Um agavald skipstjóra og skipslaga — bálkur Skútum var stjómað með mikl- um aga, og á fyrri öldum af misk- unnarleysi. Ekki þarf að fara nema til 19. aldar, til að finna dæmi um að dauðarefsingu hafi verið beitt um borð í dönskum seglskipum. Barsmíðar og mis- þyrmingar voru tíðar. Á ís- lenskum seglskipum og þilskipum var líka strangur agi og hann vemdaður í lögum, þótt eigi fari sögum af því að hásetar hafi verið barðir, og allrasíst af Pétri Mikkel Sigurðssyni. En við látum samt Skipsaga-bálkinn fylgja hér með, eða hluta hans: IV. SKIPSAGA-BÁLKUR 1. KAP. Um stjóm og aga á ís- lenskum skipum 32. gr. Skipverjar skulu sýna skipstjóra og öðrum yfirmönnum tilhlýðilega virðingu, hlýða með athygli á boð þeirra og láta í Ijósi með skýru svari, að þeir hafi skilið þau. Þeir skulu vinna að öllu því, sem þeim er boðið, í þarfir skips og farms, hvort heldur er í landi eða á skipsfjöl, hvort heldur tjón hefur að höndum borið eður endranær, og yfir höfuð skulu þeir tafarlaust hlýða hverju því, er skipstjóri býð- ur þeim í þjónustu skipsins eður til viðhalds reglu á skipinu. Sömu hlýðni eru þeir skyldir að sýna bæði þeim, sem að öllu leyti gengur í skipstjóra stað í fjarveru hans eður sjúkdómi, svo og hverj- um þeim, sem á hendur er falið sjerstakt umboð eða forstaða sjerstakra verka, allt innan tak- marka þess valds, sem slíkum manni kann að vera í hendur feng- ið. Sömu skyldur hefur sjerhver óæðri yfirmaður gagnvart þeim, sem yfir hann eru boðnir, og sjer- staklega gagnvart skipstjóra sjálf- um. 33. gr. Hins vegar á skipstjóri og aðrir yfirmenn að fara sómasam- lega með þá, sem þeir eru yfir boðnir, og annast velvegnun þeirra eptir megni. Sjer í lagi má eigi beita við þá líkamlegum refsingum (sbr. þó 34. gr.). 34. gr. Nú neitar einhver af skipverjum að hlýða því, sem fyrir hann var lagt, eður sýnir þrjózku eða mótþróa yfirboðurum sínum, og hefur þá skipstjóri, eður sá, er í

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.