Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 77
forföllum hans eður fjarveru gengur í hans stað, rjett til að beita valdi og þvingun til að þröngva honum til hlýðni. Ef í nauðir rekur og einkum ef skip er í háska statt, eður skip- verjar gjöra samblástur eða sýna mótþróa með ofbeldi, þá er jafnvel leyfilegt að taka til sjerhverra þeirra úrræða, er nauðsyn kann til að bera til að koma á reglu eða hlýðni, og er sjerhver af skipverj- um skyldur til, þegar þannig er ástatt, að veita lið þeim, sem stjórn hefur á hendi, jafnvel án þess á hann sje skorað. Bíði þeir tjón við þetta, sem mótþróann sýndu, skulu þeir þó engan kost eiga á að koma ábyrgð fram fyrir það, nema að það sann- ist, að vald eða þvingunarúrræði er beitt hefur verið, hafi harðari verið eður frekari en atvik gátu rjettlætt. 35. Nú er maður lögskráður til skiprúms og neitar hann að ganga á skip, eður kemur eigi til skips í ákveðna tíð, eður gengur af skipi í leyfisleysi, og getur skipstjóri þá á sína ábyrgð látið þröngva honum með lögregluvaldi til að uppfylla skuldbindingu sína. Af Pétri Mikkel og Skúla Nú kynnu einhverjir að ráða af lestri þessarar greinar, að þetta hafi verið alveg sérstakur samn- ingur. Svo var ekki. Þetta voru hin almennu kjör, þótt stöku sinnum væri útaf brugðið, þegar um eftir- sótta háseta var að ræða. Kjörin — og lögin, bötnuðu ekki fyren samtök sjómanna höfðu verið stofnuð, en ástæða fyrir þessu greinarkomi eru þau, auk annars, að fyrir nokkru voru Sjómannadagsráði færð fáein eintök af bókum, þar á meðal tvær gamlar Viðskiptabækur frá skútuöldinni, er átt hafði Skúli Þorkelsson, síðar húsasmíða- meistari. Hann hafði meðal ann- ars siglt með hinum fræga skip- stjóra Pétri Mikkel Sigurðssyni (1875—1919). Skúli Þorkelsson, sjómaður og síðar byggingameistari. Skúli Þorkelsson var fæddur í Smjördölum í Flóa árið 1891 og ólst upp við sjósókn og sveitastörf. Skúli var menningarlega sinnaður og kom við sögu Ungmennafé- laganna, ásamt Jóni bróður sín- um. Skúli stundaði sjósókn, fór á skútum, en snéri sér síðan að tré- smíðum og var mikilvirkur húsa- smíðameistari í Reykjavík. Skúli byggði mörg hús í Norð- urmýri, á Melunum og Goðahús- in svonefndu, eða stórð fyrir fag- vinnu í þessum hverfum og þótti áreiðanlegur og dugmikill. Skúli byggði sér hús að Framnesvegi 17 og bjó þar með konu sinni Val- gerði Jónsdóttur (1890—1948) frá Hópi í Grindavík, en í sama húsi bjó frægur skútmaður og þjóð- kunnur Guðbjartur Ólafsson, síð- ar hafnsögumaður og forseti Slysavamarfélags íslands. Þótt Skúli fengist við annað en sjó, var sjómennskan honum ávallt hugleikin og hann bar gott þel til Hrafnistu, þar sem hann eyddi síðustu árum ævinnar, eftir að kraftamir voru þrotnir. Þau Skúli og Valgerður eign- uðust þrjú böm, og eru á lífi Sig- ríður, sem gift er Gísla Jóhannes- syni skipstjóra og Þorkell húsa- smíðameistari. Pétur Mikkel Sigurðsson var fæddur árið 1875 að Rauðsstöð- um í Amarfirði og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1901. Pétur Mikkel var, sem áður sagði frægur aflamaður og var lengst með kútter Valtý. Hann fórst með því skipi og allri áhöfn í ofsaveðri fyrir suðurlandi árið 1919, en á skipinu voru 30 manns. Kona Péturs var Jóhanna Gestsdóttir (1865—1963) frá Grjóteyri í Kjós, dóttir Gests bónda þar (1833—1866). Gestur hélt út skipi framan af vetrarvertíð á Vatnsleysuströnd og drukknaði hann útfyrir ströndinni við fjórða mann, í vestan stórviðri. Fyrri maður Jóhönnu var Kristján Bjamason, skipstjóri, er fórst með skipi sínu Orient árið 1903. Meðal bama þeirra voru Markús píanóleikari, Bjami skip- stjóri í Halifax og Anna, kona Gunnlaugs Einarssonar, læknis, Einarssonar. Síðari maður Jó- hönnu var Pétur Mikkel, er, sem áður var greint frá fórst með skipi sínu árið 1919. Þeirra böm voru Ásta, kona Bjöms Ólafssonar, ráðherra, og Kristján Páll Pétursson skipstjóri, kvæntur Nönnu Guðmundsdóttur úr Stykkishólmi. Þau búa í Reykjavík. Sem sjá má þá hefur Jóhanna Gestsdóttir frá Grjóteyri mátt reyna sjóinn, að hann gefur og tekur. Kútter Valtýr fórst á Selvogs- banka í ofsaveðri, sem að framan er greint. Skipin héldu uppí. Talið er líklegt að Valtýr hafi lent í árekstri við færeyska skútu, er var á þessum slóðum. Seinast sást til kútter Valtýs, þar sem hann hal- aði uppí og færeyska skipið var rétt hjá. Þá gekk yfir él og þegar élinu slotaði sáust þessi tvö skip ekki meir. Enginn komst lífs af og var til frásagnar. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.