Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 80
búnaði og gjöfulum miðum. Við, sem þekkjum til þessa at- vinnuvegar, til sjómanna og sjó- sóknar hjá öðrum þjóðum, vitum að íslenskir sjómenn eru með þeim best gerðu og harðdugleg- ustu sem finnast og eiga oft ekki annað sameiginlegt í starfsheitinu með erlendum sjómönnum en að sigla saltan og votan sjó. Þessi nefnd forsætisráðherra sækir sem rök fyrir afnámi skatt- fríðindanna nú, það sem lagt var fram þeim til stuðnings fyrir nær 30 árum. Þá eins og nú voru til sjómenn m.a. með þeim eiginleika sem hér er lýst, en þeir fengust ekki um borð í togarana því kjör alls þorra landverkafólks voru miklu betri. Þegar gripið var til þessara fríð- inda var svo komið íslenskri tog- araútgerð að oft þurfti að grípa til örþrifaráða til að fullmanna skip- in og koma þeim úr höfn. Vissu- lega hefur orðið breyting frá þessu ástandi, en annað er enn til staðar og mun því miður verða meðan sjór er sóttur frá íslandi, en var einnig notað sem röksemd fyrir slíkum fríðindum frá því fyrsta að þau voru orðuð, og kem ég að því síðar. Um leið og nefndin bendir réttilega á að sumt sem þá var notað sem rök fyrir veitingu slíkra fríðinda er ekki lengur til staðar, gerist hún sek um að líta framhjá þeirri félagslegu þróun sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu sl. 30 ár. Og að sjálfsögðu telur hún enga ásæðu til að vega hvemig sú þróun, sérstaklega sú sem stjóm- völd hafa beitt sér fyrir, hefur dreifst til hinna ýmsu starfsgreina. Meðal þess sem finna má í fé- lagslegum umbótum allra síðustu ára eru lög um 40 stunda vinnu- viku landverkafólks, á sama tíma sem „lög um 84 stunda há- marksvinnuviku togarasjó- manna“ eru brotin „reglulega“ með vitund og vilja þeirra ráð- 78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ herra sem eiga að halda vöku sinni í þessum málum sem öðrum og gæta þess að lög séu ekki brotin á þegnunum. Einnig má benda á lög um starfskjör og lög um aðbúnað og öryggi á vinnustöðum. Hafa sum þeirra laga, sem samþykkt hafa verið á síðustu árum á hinu fé- lagslega sviði, sérstök ákvæði þess efnis, að viðkomandi lög nái ekki til sjómanna! Það er vissara að vera viss og fyrirbyggja hættuna í tíma. Ekki skal þess látið ógetið að í hlut sjómanna hafa komið félags- legar umbætur á sama tímabili, en þeim hefur fylgt sá böggull að sjómenn hafa orðið að borga þær sjálfir í nær öllum tilfellum marg- földu verði, með þátttöku í vísi- töluleik ríkisstjómarinnar með lægra fiskiverði, með fjölgandi dögum á skrapi, og í veiðibanni, sem stafar að langmestu leyti af offjölgun fiskiskipastólsins. Sú fjölgun er nær alfarið háð leyfisveitingum ráðherra og því út í hött hjá nefnd forsætisráðherra að ætla sjómönnum að borga þessi „viðvik“ ráðherranna oftar en einu sinni. Umrædd nefnd er ekki fyrsti aðilinn til að benda á, að það eru margir launþegar í okkar þjóðfé- lagi í dag, sem vegna vinnu sinnar fara á mis við margt af því sem tekið er af þeim gjald fyrir í sam- eiginlegri skattheimtu, en þeir fá ekki notið vegna atvinnu sinnar og fjarveru, en aðrir landsmenn hafa að sjálfsögðu full not af. Á þetta hafa samtök sjómanna sjálf bent, auk þeirra aðila sem í hlut eiga. En viðkomandi at- vinnugreinar hafa í flestum til- fellum verið svo sterkar að þær hafa getað bætt starfsmönnum sínum þetta með hækkuðum launum og eða fríðindum eins og virkjunarverktakar. Fjármálaráð- herra hefur gengið á undan með góðu fordæmi í sínum samning- um og bætt úr smáagnúum, eins og einmanaleik og fjarvist frá fjöl- skyldu, með allt upp í 100% álags- greiðslu! Hér á landi hefur átt sér stað almenn þróun í átt aukinna frí- stunda og lengra orlofs. Þessu hefur fylgt aukin þátttaka ríkis og sveitarfélaga í að gera borgurun- um kleift að njóta sinna frístunda á fjölbreytilegan hátt við leik, íþróttir og nám og er kostnaður þessu samfara greiddur úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna. Þetta er öllum landsmönnum kunnugt og mun ég ekki tíunda það frekar, en nefni eitt dæmi. Nám með starfi er auðvelt að komast í og njóta þar með svo- kallaðrar fullorðinsfræðslu og munu öldungadeildir mennta- skólanna vera einna þekktastar. Slíkt nám er sjómönnum með öllu útilokað að njóta. Á allra síðustu árum hefur sú staðreynd verið viðurkennd, enda vísindalega sönnuð, að mun erfið- ara er að standa að störfum til sjós en í landi. Með rannsóknum hefur vera fundið, að þetta aukna framlag sjómanna til vinnunnar nemi um 25—30% fram yfir þá sem hafa fast land undir fótum. Ég minntist á það hér að fram- an, að meðal þeirra atriða sem sjómenn hafa alltaf bent á þegar þeir hafa barist fyrir viðurkenn- ingu stjómvalda á sérstöðu sinni, væri vosbúð í starfi, erfið vinnu- aðstaða, fjarveran, óhæfilega langur óvemdaður vinnutími, stutt og óörugg starfsæfi margra starfshópa og mikil slysatíðni. Ljóst er að sambærilegar slysa- skýrslur við hinar ýmsu starfs- greinar í landi munu ekki liggja fyrir frá skipunum um langan aldur. minniháttar slys eru ein- faldlega ekki skráð auk þess sem þar er unnið, þótt um skeinur og kaun sé að ræða, þótt sambæri- legur áverki yrði talinn gildi veik- indafrídags í landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.