Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 81

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Síða 81
Að ein starfsstétt þjóðfélags þurfi að standa upp eftir hvert starfsár og telja jafnvel í prósent- um þann hluta stéttarinnar, sem hefur látið lífið í slysförum í starfi, mun einstakt í heiminum. Nú eftir tuttugu ára for- mennsku í Sjómannadagsráði hefi ég fyrir framan mig þessar tölur í 18 ár og meðaltalið verður 20 mannslíf á ári. Öll þau atriði, sem ég hefi hér drepið á, eru þess eðlis að þau yrðu að takast upp sem þýðingar- miklir þættir í kerfisbundnu starfsmati ef það væri til staðar og væru þar metnir til stórhækkunar launa. Enda nú þegar viðurkennd um allan hinn vestræna heim sem forsendur sérstakrar kauphækk- unar og sumt eins og hið síðar- nefnda mundi vega ótrúlega þungt. Þótt ég hafi hér nær einhliða dregið fram þætti úr lífi og starfi sjómanna okkar mun það auð- velda þeim, sem vilja gera saman- burð milli starfsmanna í þeim starfsgreinum sem nefnd forsæt- isráðherra hefur sérstaklega dreg- ið fram. Ég tel að allir þessir þættir séu í sjálfu sér skattfríðinda virði. En um suma er hægt að semja og hefur þegar verið gert, m.a. að forgöngu ríkisstjómarinnar og iðnrekenda. Yfir aðra verður erfitt að finna tölulegt gildi og enn aðrir eru ómetanlegir eins og mannslíf- in og verða umsamdar tryggingar ekkert viðmiðunardæmi þegar ákveðin dauðsfallatíðni vegna slysa í starfi er orðinn fastur þáttur þess. Nú er ljóst að nefnd forsætis- ráðherra telur að skattafrádrátt sjómanna beri að leggja niður því upprunalegar forsendur þeirra fríðinda séu ekki lengur fyrir hendi, auk þess sem aðstöðumun- ur útgerðar og annarra saman- burðargreina skekkist. Nefndin gerir sér ljóst, að í kjöl- far þessa munu óhjákvæmilega fylgja kröfur sjómanna um laun eða launaígildi, að minnsta kosti á jafnvirðisgrundvelli. Enginn vafi er heldur á að útgerðin axlar ekki þá byrði ein, og ljóst er að stjóm- völd verða að grípa til sérstakra ráðstafana þessvegna og er ekkert sem bendir til þess að þá verði komist hjá hefðbundnum leiðum þ.e. stórgengisfellingu. Þá yrði því náð, sem að er stefnt, að undirlagi þeirra sem fengu nefnd forsætisráðherra setta til starfa, að jafna starfsskil- yrði þeirra atvinnuvega sem standa of veikt gagnvart gengis- skráningu á hverjum tíma, því „útgerðarfríðindin“ (skattfríðindi sjómanna) haldi gengi of háu! í viðtölum mínum að undan- fömu við fjölmarga forystumenn launþegasamtaka hefi ég rætt þessi mál og spurt, hvort skatt- fríðindi sjómanna væru ósann- gjöm, hvort þau væru ástæða kröfugerðar annarra. Enginn þeirra taldi svo vera, en voru hinsvegar sammála um að sjó- menn ættu að snúast hart til vam- ar gegn framkomnum hugmynd- um og skýra aðstöðu sína betur en gert hefur verið til þessa. Ég talaði við einn forystumann iðnverkafólks. Hann kvað fjarri því að kröfur iðnrekenda ættu uppruna sinn úr þeirra röðum, þeir skildu mæta vel sérstöðu sjó- mannastéttarinnar og teldu sig ekki losna frekar af láglaunastig- inu þótt aðrir væru færðir niður á það líka. Margir þessara aðila töldu að skattfríðindi sjómanna yrðu ekki ástæða fyrir samanburðarkapp- hlaupi milli stétta og félaga. Hins vegar yrði svo tvímælalaust, ef þessi fríðindi kæmu fram í bein- um launagreiðslum. Flestir töldu það firru kerfis- manna að ekki mætti nota skatt- fríðindi jafnvel frekar en gert er til margskonar jöfnunar í þjóðfélagi sbr. það sem ríkisstjómin sjálf hefur gert — réttilega — fyrir tré- smiði og hljóðfæraleikara nýverið. Meginniðurstaða mín er sú, að ef skattfríðindi sjómanna verða afnumin muni við taka hörð við- brögð samtaka þeirra, sem að lík- indum myndu enda í gengisfell- ingu. Nýir samningar með kaup- hækkun fram yfir aðrar stéttir, sem næðu a.m.k. jafngildi fyrri skatt- fríðinda, myndu enda í skefjalausu samanburðarstríði sem gengi yfir allt þjóðfélagið. Þetta sjá forystumenn laun- þega, en þetta virðist nefnd for- sætisráðherra ekki sjá. En sjá þeir sem að baki standa þetta fyrir? — Nei, ég get því miður ekki hækkað kaupið þitt, en ég skal bráð- lega-borga þér hundrað kallinn seni ég skulda þér ... SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 79
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.