Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 83
Kiwanisklúbburinn Hekla
Mörg eru þau félög og klúbbar
manna og kvenna, sem vinna að
þörfum og göfugum málefnum í
þessu landi. Einn þessara klúbba
hafa sýnt sérstaka umhyggju og
velvild til þeirra öldruðu sem búa
á Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna Hrafnistu, Reykjavík, en
það er Kiwanisklúbburinn Hekla.
Kiwanisklúbburinn Hekla,
Reykjavík, var stofnaður 14. jan.
1964 og er fyrsti klúbburinn sem
stofnaður var á íslandi að frum-
kvæði Einars A. Jónssonar, sem
var fyrsti forseti hans, en í dag eru
starfandi 37 Kiwanisklúbbar á
landinu og hafa margir þeirra lát-
ið sér annt um málefni aldraðra.
Heklu-félagar hafa frá árinu
1966 látið sig málefni aldraða
fólksins á Hrafnistu sérstaklega
varða, auk annarra verkefna, en
árið 1966 var fyrsta sumarferðin
með vistfólk Hrafnistu, þann 25.
júní og fóru félagar þá á eigin bíl-
um. Slíkar ferðir hafa verið famar
á hverju ári síðan.
Þá er að geta um kvöldvökur,
sem haldnar hafa verið árlega í
febrúarmánuði að Hrafnistu og
hefur verið sérstaklega vandað til
þeirra og margt landsfrægt lista-
fólk og skemmtikraftar komið
fram og skemmt fólkinu, en sam-
komur þessar hafa jafnan endað
með dansleik, með undirleik
tveggja Heklu-félaga, þeirra Karls
Lilliendahl og Ólafs G. Karlsson-
ar, sem fengið hafa með sér þriðja
félagann og söngkonu.
Klúbburinn hefur fært Hrafn-
istu ýmsar góðar gjafir. Segja má
að öll tæki, sem eru á rannsókn-
arstofu meinatæknis Hrafnistu,
séu gjafir frá Heklu-félögum, auk
þess færðu þeir heimilinu hjarta-
línuritstæki, fullkominn endur-
hæfingarbekk og vandaða smásjá.
Nú í vetur gáfu þeir til sjúkra-
deildar Hrafnistu, snyrtibaðskáp,
ásamt tilheyrandi blöndunar- og
sótthreinsitækjum, sem að dómi
kunnáttufólks, er eitt af því full-
komnasta sem völ er á til þrifa
fyrir aldna og öryrkja.
Á haustdögum hafa þeir félagar
fært vistfólkinu endurskinsmerki,
og þann fasta sið hafa þeir tekið
upp fyrir nokkrum árum, að halda
flugeldasýningu á þrettándanum,
á lóð Hrafnistu, öllum íbúum til
mikillar ánægju og gleði.
Ég veit að þessir duglegu og
áhugasömu félagar hafa frá
stofnun Heklu safnað fé til kaupa
á lækningatækjum og rannsókn-
artækjum, sem afhent hafa verið
einnig hinum ýmsu heilbrigðis-
stofnunum og líknarfélögum til
afnota.
Félagar í Kíwanisklúbbnum
Heklu eru í dag 55 og halda þeir
vikulega fundi í húsnæði
Kíwanishreyfingarinnar, að
Brautarholti 26.
Núverandi forseti klúbbsins er
Þorsteinn Sigurðsson.
Við Hrafnistumenn þökkum af
alhug þá vináttu og hlýhug, sem
Heklufélagar hafa sýnt okkur á
undanförnum árum.
Rafn Sigurðsson
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 81
Rafn Sigurðsson forstjóri Hrafnistu tekur á móti félögum úr Kiwanisklúbbnum Heklu.
J 1 r y
V x -a ^
WW •
■
Z'. ■ '1*3
'Mki —