Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 91

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Side 91
sem 1. stýrimaður á b/v Skúla Magnússyni, með tengdasyni sín- um, þegar skipið var selt í brota- jám. 29. janúar 1920 kvæntist Jens Guðmundínu M. Jónsdóttur frá Eiðsstöðum við Bræðraborgarstíg og þar hófu þau búskap sinn hjá tengdaforeldrum hans, þeim Jóni Guðmundssyni sjómanni og Þór- unni Einarsdóttur. Að þeim látn- um eignuðust þau húsið og bjuggu þar alla tíð til 14. ágúst 1974, en þann 19. sama mánaðar lést Guð- mundína. Jens var hagleiksmaður til allra verka og ófá voru handtökin við viðhald á því gamla húsi sem þau hjón bjuggu í og ávallt var hann reiðubúinn til að rétta öðrum hjálparhönd. Þeim hjónum varð fimm bama auðið, en þau eru: Þórir, skrif- stofustjóri, kvæntur Jenný Ingi- mundardóttur, Haraldur, skip- stjóri, kvæntur Huldu Guð- mundsdóttur, Ásta, gift Erlendi Jónssyni skipstjóra, Ema, gift Sigurði Kristjánssyni fv. skip- stjóra, nú verkstjóra hjá BÚR og Hólmfríður, gift Jóni Emi Boga- syni loftskeytamanni. Jens var fulltrúi Stýrimannafé- lags íslands í Sjómannadagsráði í 5 ár, 1952—1957. Það er óhætt að segja það að maðurinn með ljáinn hafi höggvið stórt skarð í Eiðsstaðafjölskylduna við Bræðraborgarstíg. Blessuð sé minning Jens Stefánssonar. Garðar Þorsteinsson. Á síðasta ári létust nokkrir af traustum áhugamönnum um fé- lagsmál sjómanna og meðal þeirra Elísberg Pétursson, bryti, sem um skeið var fulltrúi sinnar stéttar í Sjómannadagsráði, en hann and- aðist 3. september 1981, og hafði þá þrjá um áttrætt. Elísberg Pétursson fæddist á Kjalamesi, 5. mars árið 1898 og voru foreldrar hans hjónin Pétur Hafliðason, beykir og kona hans Vilborg Sigurðardóttir, en þau eignuðust átta böm. Þetta voru erfið ár og þijú börn höfðu þau hjón misst, þegar tví- buramir Elísberg og Sigríður fæddust. Elísberg ólst upp með foreldr- um sínum og systkinum til 12 ára aldurs, en þó hóf hann sjó- mennsku, sem hjálparkokkur á togaranum Baldri og síðan ýms- um öðrum togurum. Þegar gamli Gullfoss kom til varð Elísberg þar matsveinn hjá hinum kunna bryta og síðar kjötkaupmanni J.C. Klein, en hann var bryti á Gull- fossi fyrstu árin. Elísberg staldraði þó ekki lengi við á Gullfossi, því í árslok árið 1916 h'élt hann utan og sigldi hann á dönskum skipum í nokkur ár, til að efla þekkingu sína og skoða veröldina. Árið 1919 kom hann síðan al- kominn til íslands og réðist þá þegar til Eimskipafélagsins og varð þar matsveinn og síðar bryti á skipum félagsins það sem eftir var starfsævinnar. Elísberg Sigurðsson kvæntist 13. október árið 1927 Sesselju Bjömsdóttur, Benediktssonar sjó- manns, og bjuggu þau í Reykja- vík. Sesselja lést árið 1977. Það er mál manna að Elísberg Pétursson hafi verið einkar fær í sínu starfi og hann naut vinsælda meðal samferðamanna sinna. Hann sinnti félagsmálum allmik- ið, enda þótt hann væri ávallt á sjónum. Notaði frístundir sínar í landi til að sinna þeim málum. Þó tranaði hann sér eigi fram. Til hans var leitað. Elísberg gerðist meðlimur Mat- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 89

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.