Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Blaðsíða 92
sveina- og veitingaþjónafélagsins
1. janúar 1931, innan þess skorað-
ist hann aldrei undan störfum,
þegar til hans var leitað, en miklar
fjarvistir á sjónum urðu þess
valdandi, að krafta hans naut ekki
sem skyldi við félagsstörf þá. En
þegar Félag bryta var stofnað, ár-
ið 1955, varð Elísberg einn af
stofnendum þess. Enda mun hann
hafa manna best, að öðrum ólöst-
uðum, skilið nauðsyn traustra
stéttarsamtaka.
Innan Félags bryta gegndi hann
mörgum trúnaðarstöðum, var
meðal annars varaformaður fé-
lagsins um skeið og eitt kjörtíma-
bil átti hann sæti í stjóm FFSÍ og í
Fulltrúaráði Sjómannadagsins
átti hann sæti í mörg ár. Öll þessi
störf voru af hendi leyst af alúð,
sem og annað er hann tók að sér.
Elísberg Pétursson var árið
1964 sæmdur heiðursmerki Sjó-
mannadagsins og hann var fyrsti
heiðursfélagi Félags bryta.
Elísberg Pétursson lést 3. sept.
1981 sem áður sagði og var jarð-
sunginn 14. sama mánaðar.
G.H.O.
Aöalvinningurinn er húseign að eigin vali fyrir 1.000.000 einnig 2
vinningar á 500.000 til kaupa á íslenskum einingahúsum.
Auk þess 9 toppvinningar til íbúðakaupa, 300 utanferðir og hátt
á sjöunda þúsund húsbúnaðarvinningar.
Sala á lausum miöum og endurnýjun fiokksmiða og ársmiða
stendur yfir.
Miði er möguleiki
Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar
Óskar öllum
sjómönnum
til hamingju
með daginn,
og þakkar þeim
unnin störf.