Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 95

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1982, Page 95
JRC Fjórar gerðir litamæla JFV-516 — 10” myndflötur — 8 eða 16 litir. JFV-116 —11” myndflötur — 8 eða 16 litir. JFV-117 — 11” myndflötur — Botnstækkun — 8 eða 16 litir. JFV-316 —13” myndflötur — 8 eða 16 litir. 13 MÖGULEIKAR Á MYNDASAM- SETNINGU SENDIORKA 1,5 — 2,5 — 5 — 10 KW £ónar hf. KEFLAVÍK: Baldursgata 14 Sími 92-1775 Frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík Umsóknarfrestur um skólavist fyrir næsta skólaár — 1982— 1983 er til l.júlí. Inntökuskilyrði í 1. bekk eru: 1. Siglingatími: 24 mánaða hásetatími eftir 15 ára aldur á skipum yfir 12 rúmlestir. Skólastjóra er þó heimilt að meta annan siglingatíma. 2. Grunnskólapróf (9. bekkur) eða hliðstætt próf. Auk þess skulu umsækjendur leggja fram vottorð um sjón, heyrn og mál- færi, sem yfirmannsstaða krefst og skal augnvottorð vera frá augnlækni, almennt heilbrigðisvottorð, sakavottorð og sund- vottorð. Fyrir þá, sem fullnægja ekki skilyrði um grunnskólapróf eða hliðstætt próf er haldið námskeið og verður sérstakiega tilkynnt um það. Inntökupróf fyrir öll stig verða haldin 2. og 3. september. Skólinn verður settur 1. september nk. Hann starfar í 2 önnum: Fyrri önn: Frá 1. september —jóla. Síðari önn: Janúar— maí. Nýjum umsækjendum er sérstaklega bent á eftirfarandi: Treysti hann sér, t.d. af erfiðum fjárhagsástæðum aðeins til að taka fyrri hluta einhvers stigs — þ.e. sitja í skóla fram að jólum, getur hann lokið önninni fyrir jól. Efnalitlir sjómenn ættu að íhuga vel þennan möguleika á námi. Ef margir umsækjenda hefðu hug á þessu fyrirkomulagi á námi sínu, þá yrði hugsanlega unnt að mynda sérstakan bekk, sem lyki þá síðari hluta stigsins á n'æstu haustönn — fyrirjól 1983. Inntökuskilyrði á 2. stig er skipstjórnarpróf I. stigs og full- nægjandi framhaldseinkunn í stærðfræði (5), eðlisfr., raf- magnsfr., ensku og dönsku (4 í hverri grein). Inntökuskilyrði á 3. stig er skipstjórnarpróf 2. stigs eftir 1967 og fullnægjandi framhaldseinkunn. Haldið verður4. stig með sama sniði og sl. vetur— þ.e. aukin kennsla í almennum greinum, mælingar (einkum með tilliti til sjómælinga), efnafræði, tungumál ,,shipping“ o.fl., ef nægileg þátttaka fæst. Inntökuskilyrði á 4. stig er að hafa lokið 3. stigi með 1. eink- unn og framhaldseinkunn í siglingafræði, ensku og stærðfræði. Heimavist og mötuneyti er í skólanum. Skrifið eða hringið. Sími ritara er: (91) 1 31 94 Sími skólastjóra: (91) 1 30 46 Heimasími: (91) 8 42 58 SKÓLASTJÓRI SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 93

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.