Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 61

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 61
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59 Kútter í Reykjavík. En nú var þess skammt að bíða að bundinn væri endi á niðurlæginu Reykjavíkur í fiskiveiði- og útgerðarsög- unni. Það voru að koma upp útvegsbændur í Reykjavík, þó ennþá væru þar mest illa haldnir þurrabúðarmenn í sókninni eða kotkarlar, dáðlausir eins og Björn í Brekku- koti í sögu Laxness, karlar sem dunduðu sér á eins- eða tveggjamanna fari í grásleppunni og hengdu sér upp þyrskling til matar og ræktuðu smá kálgarð við kotin sín, ágætir karlar en ekki væri nú mikil reisnin yfir landi voru, ef aldrei hefðu verið menn meira stórhuga en Björn í Brekkukoti, sá góði karl. * íslenzk þilskipaöld hefst með útgerð Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði á litlu þilskipi um aldamótin 1800 og síðan skipi því , sem hann lét smíða sér 1803, Havneíjords Pröven. Nær í sama mund og Bjarni, þremur árum seinna eða svo, hefja þeir þilskipaútgerð vestra Guð- mundur Scheving í Flatey og Ólafur Thorlacius í Bíldu- dal og þilskipaútgerð varð úr því mikil alla öldina á Vestljörðum, aðallega voru það litlar jagtir. Við Faxaflóa dalaði strax þilskipaútgerðin að Bjarna Sívertsen gengn- um, en féll þó aldrei alveg niður. Þeir sáu til þess, Stranda- og Vogamenn. Það er dæmigert um það, hversu illa var komið fram- taki Reykvíkinga í fískveiðum, að þegar þeir segja sögu sína þá eru þeirmikið stoltiraf því framtaki Reykvíking- anna Geirs Zoega og Jóns Þórðarsonar í Hlíðarhúsum og Engeyjar mannsins, Kristins Magnússonar, að koma 1866 upp með 13 lesta jagt til Reykjavíkur — en þá eru feðgarnir í Minni-Vogum búnir að vera með 40 lesta skútu, Lovisu, fyrir landi frá 1863 og mörg smærri þil- skip eru þá í gangi við sunnanverðan Flóann. Geir Zoéga, Tryggvi Gunnarsson og Markús Bjarna- son voru fremstir manna í að koma þilskipaútgerð Reykvíkinga á laggirnar. Þegar svo kom að því að manna Fanny þá varð að sækja til þess aðkomumenn, því að Reykvíkingar tóku þilskipunum illa, hefur Markús Bjarnason lýst. Þrátt fyrir atorku Geirs, áróður Tryggva og Markúsar, Helga Helgasonar og margra fleiri góðra manna, gekk hægt að koma upp þilskipaútgerðinni í Reykjavík. Geir kaupir næst Reykjavíkina 1873, 27 lesta skonnortu og þriðja skipið Gylfa 35 tonna 1878 og síðan Margréti, kútter frá Danmörku, 80 lesta og bar hún af öðrum skip- um Geirs. Árið 1886 eru ekki nema 11 þilskip í Reykjavík (og Seltjarnarnesi), öll lítil, Margrét stærst og eini kútterinn, hitt voru litlar jagtir, skútur og skonnortur, 25 — 35 lesta. Tryggvi Gunnarsson varð bankastjóri Landsbankans 1893 og Geir Zoéga var þá kominn undir sjötugt, en hann átti þó eftirað sýna það, hversu miklu það munaði Reykjavík að hafa loks eignast mann með áræði og drift- arhug útgerðarmanns sem sætti sig ekki við að snapa handtak hjá dönsku kaupmönnunum eða róa tveggja manna fari í grásleppu og þyrskling fram fyrir landstein- ana. Þeir fara nú að ráða ráðum sínum, karlarnir, Geir og Tryggvi, sem líka var tekinn að eldast, nær sextugur, en búinn að komast í peningahirzlu en það hafði hann allt- af haft mikla þörf fyrir i öllum sínum margvíslegu fram- faratilraunum. * Snemma árs 1897 fer Geir gamli út til Englands og kaupir 5 kúttera, sem komu upp í marz um veturinn 1897 og það ætti í raun að vera það ártal, sem Reykvík- ingar miðuðu við aldur síns bæjarfélags, því að fyrir þennan tíma var Reykjavík eins og lýst hefur verið kot- býli á ströndinni frá Rauðará útað Seli og danskur verzl- unarstaður. Auðvitað má okkur ekki gleymast sá ára- bátaútvegur sem kominn var í gang uppúr 1870 frá Hlíð- arhúsum, Ánanaustum og Seli og Grjótanum, en heilt yfír var ástandið fram undir aldamót það sem þeir lýsa, Tryggvi og Helgi Helgason. Skilin verða með kúttera- kaupum Geirs 1897. Fram að þeim höfðu Reykvíkingar haft sjófangið sér til matar, það hélt í þeim lífinu, en eftir 1897 fara þeir að byggja bæ sinn fyrir sjófangið, og það koma nýir Reykvíkingar til að byggja bæinn. þeir komu vestan af ijörðum, norðan úr landi, austan yfir ijall og sunnan af Strönd. Við skulum líta yfir skipsstjóratalið á skipunum hans Geirs: Fyrsti íslenzki skipstjóri Geirs var Sigurður Símonar- son úr Arnarfirði; næstur Markús Bjarnason, einnig Arnfirðingur; þá Dýrfirðingurinn Guðmundur Kristjánsson; Ásgeir Þorsteinsson af Ströndum nyrðra; Jafet Ólafsson úr Njarðvíkum; Stefán Pálsson, austan úr sýslum; einnig Jón Ólafsson; Finnur Finnsson, Skag- strendingur; og Jón Árnason á Heimaskaga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.