Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 72

Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Page 72
70 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ Frá Sundahöfn. Ljósm. Mikael Fransson. viðgerða í Kleppsvík, en það skipu- lag er til endurskoðunar þar eð ekki hefur náðst samvinna við þá sem veita þessa þjónustu um að hagnýta séraðstöðuna sem þar er í þoði. í Grafarvogi er svo aðstaða fyrir flutninga á „massavörum“. Þar land- ar Björgun h/f fyllingarefni sem dælt er upp úr sjó, Sementsverksmiðja ríkisins hefur þar aðstöðu og þar er einnig landað fljótandi asfalti til asfaltgerðar fyrir Reykvíkinga og aðra. Þrjár olíustöðvar eru á umráða- svæði Reykjavíkurhafnar, í Skerja- firði, Örfirisey og Laugarnesi. Starfsemi stöðvarinnar í Skerjafirði fer reyndar mjög minnkandi þar sem olíufélagið Skeljungur hefur flutt birgðarstöð sína að verulegu leyti út í Örfirisey. Má ætla að a.m.k. út þessa öld verði tvær olíustöðvar í Reykja- víkurhöfn, í Örfirisey og á Laugar- nestanga. Þá má nefna að Áburðarverk- smiðja ríkisins hefur eigin bryggju í Gufunesi, í Eiðsvík, sem er innan hafnarsvæðis Reykjavíkurhafnar. Loks er að geta smábátahafnar- innar í Elliðavogi, en þar er nýlega risin skemmtibátahöfn sem borgin byggði en félagið Snarfari rekur. Reykjavíkurhöfn hefur frá fyrstu tíð verið aðalflutningahöfn landsins. Áður fyrr fór oft á tíðum 80—90% af innflutningsmagni landsmanna um Reykjavíkurhöfn og hlutfall af út- flutningi var lengi á bilinu 10— 15%. Þessi hlutföll hafa breyst nokkuð síð- ustu árin og nú fer um 70% af heild- arinnflutningi til landsins um Reykjavíkurhöfn og um 30% af út- fiutningi landsmanna. Auk 1,5 milljón tonna af almenn- um verslunarvörum og lönduðum afla er landað fast að 1 milljón tonna af steinefnum á hafnarsvæðinu, þannig að heildarvörumagn sem fór um höfnina á síðastliðnu ári nam 2,5 milljónum tonna. Heildarfjöldi gáma sem um höfnina fór nam um 90.000 TEUS(20 feta einingum). Skipakomur til Reykjavíkurhafnar hafa mestar verið um 3,500 (að vísu eru ekki opinberar tölur um skipa- komur á stríðsárunum) en þær eru núna allntiklu færri eða um 2,500 skipakomur á ári. Heildar tonnatala skipa hefur hins vegar ekki minnkað því skipin eru alltaf að stækka. Á síðastliðnu ári tókum við að vinna markvisst að verkefni sem við köllum „Flutningahöfn til framtíð- ar“, en það eru áætlanir um hvað þurfi að gera til að mæta auknum vöruflutningum um höfnina á næsta skipulagstímabili Reykjavíkur sem er til 2004. í því sambandi skoðum við einkum tvo möguleika: í fyrsta lagi að taka svæðið i Kleppsvíkinni innan Holtabakka fyrir vöruflutn- ingastarfsemi og í öðru lagi að tengja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.