Sjómannadagsblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 78
76
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
ÞAÐ FER VEL UM SKIP í ÞESSARIHÖFN
Rætt við Sigurð Þorgrímsson skipaþjónustustjóra
Reykjavíkurhafnar
Jú, áður kallaðist þetta embætti
yfirhafnsögumaður, en síðan
var því breytt og það hét
um hríð deildarstjóri skipaþjónustu
og nú heitir það sein sagt skipaþjón-
ustustjóri. — Það gengur svona til á
tækniöld,“ segir Sigurður Þorgríms-
son skipaþjónustustjóri í Reykjavík í
stuttu spjalli um starf sitt.
Sigurður er borinn og barnfæddur
Reykvíkingur, sonur hjónanna Guð-
rúnar Jónsdóttur og Þorgríms Sig-
urðssonar, skipstjóra og útgerðar-
manns á togaranum Baldri. Sigurður
gekk í Verslunarskólann, útskrifaðist
þaðan 1938 og starfaði sem verslun-
armaður um skeið, en fór til sjós
1940, tók Stýrimannaskólann 1943
og var síðan stýrimaður á togurum til
1954 að hann fór í landi. í ársbyrjun
1956 gerðist hann hafnsögumaður í
Reykjavík og á því þrjátíu ára starf að
baki sem lóðs í Reykjavíkurhöfn.
Hann var ráðinn deildarstjóri skipa-
þjónustu þegar Jóhann Magnússon
lét af störfum 1984.
„Nei, hlutverk hafnsögumannsins
hefur ekkert breyst á þessunr þrjátíu
árum,“ segir Sigurður, og breytist
aldrei. Það verður sem fyrr að taka á
móti skipum og leiðbeina þeim til
hafnar og síðan úr höfn. Aftur á móti
hefur orðið miklu breyting á allri
vinnuaðstöðu okkar á þessum tíma
og er þá fyrst að nefna hin fullkomnu
fjarskiptatæki sem nú eru komin í
notkun bæði í skipum og hjá okkur í
landi.
Allir sem hér vinna eru með tal-
stöð upp á vasann og geta haft sam-
band við okkur í varðstöðinni upp á
fimmtu hæð í Hafnarhúsinu og við
getunr sömuleiðis náð til þeirra á
svipstundu hvar sem þeir eru staddir
á hafnarsvæðinu. Það er gjörbylting
frá því sem var þegar ég byijaði
hérna. Ennfremur er mikið hagræði
að því að geta haft samband við skip-
in á haf út: t.d. hafa skipstjórar í
Evrópusiglingum gjarnan samband
við okkur út af Grindavík, en á þeim
stað er mjög gott talstöðvarsamband
við Reykjavíkurhöfn, og staðfesta
þann tíma sem þeir koma til hafnar.
í gamla daga vissum við sjaldnast
af skipunum fyrr en þau lögðust á
ytri-höfnina.
Þá hafa skipin stækkað gríðarlega;
þegar ég byrjaði voru stærstu olíu-
skip sem hingað komu 120—140
metrar að lengd en nú þekkjast þau
varla undir 170—190 metrunr og
skemmtiferðaskipin eru upp í 220
metrar sem við tökum í Sundahöfn.
Hleðslan er líka önnur, skipin eru
hlutfallslega ekki jafn djúprist og þau
voru áður en hafa hins vegar meira
háfermi og eru því í mörgum tilfell-
um erfiðari viðfangs en gömlu skipin
ef sterkur vindur er, en það er mjög
vindasamt inni í Viðeyjarsundi. En
skipin eru auðvitað að flestu leyti
mun betur búin heldur en var og
þurfa því ekki eins mikla dráttar-
báta-aðstoð við góðar aðstæður; þau
láta betur að stjórn, eru komin með
betri stýri og hliðarskrúfur.
Öll skip yfir 60 metra að lengd eru
hafnsöguskyld, en í fyrra var hafnar-
reglugerðinni breytt á þann veg að
skipstjórar sem hafa siglt reglulega til
hafnarinnar geta, ef þeir uppfylla viss
skilyrði, fengið hafnsöguskírteini
sem hafnarstjóri gefur út. Við gegn-
um eftir sem áður hafnsögu fyrir
þessi skip með fjarskipta sambandi
við skipstjórana; tilkynnum þeim
hvar skipin eiga að liggja og gefum
þeim allar upplýsingar um ástandið í
höfninni, hvernig veðrið sé o.s.frv. —
en það er þessum skipstjórum í sjálfs-
vald sett hvort þeir fá hafnsögumann
um borð við að sigla inn og út.
Reykjavíkurhöfn er að mínum
dómi mjög örugg og góð höfn. Hafn-
araðstaðan batnaði mikið þegar
flutningaskipin voru að mestu flutt
inn í Viðeyjarsund og búin aðstaða í
Sundahöfn eða við Holtabakka. Ég
held því að það fari vel um skip í
þessari höfn; þau liggja hér mjög
örugglega. Það eru náttúrlega til stað-
ir hér í höfninni sem eru ekki fýsileg-
ir í ákveðnum áttum, en við högum
okkur í samræmi við það á þeim árs-
tímum sem von er á illviðrum. Það
er líka stundum erfitt að koma skip-
um fyrir þegar mikill íjöldi þeirra er
inni, svo sem á hátíðum eða ef verk-
föll eru, en skipstjórar eru skilnings-
ríkir þegar svo stendur á og vinna
með okkur. Það er svo til ekkert orð-
ið um það að skip verði fyrir
skemmdum í höfn í viðlegum: hafn-
arvirkin, bryggjumar, eru með betri
hlífum en áður, þakin gúmmíi, og
sömuleiðis eru skipin betur varin,
svo sem með listum á hliðunum sem
taka við höggum og ef þau gnuða
saman þegar þau liggja hlið við hlið
og hreyfing er.
Jú, það hefur oft verið harðsótt að
komast um borð í skipin, t.d. hefur
það oft komið fyrir að það hafi ekki