Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Page 15

Eimreiðin - 01.09.1922, Page 15
eimreiðin UPPELDI OG SKÓLAR 207 Þar sem eg set sögur og fræðslu auk kristinna fræða, ætl- ast eg til að fari fram frjálsar frásagnir. Kennarinn segir sögur, lætur börnin geta gátna o. s. frv., eða börnin segja sögur og ræða um ýmislegt til fróðleiks og skemtunar. I þjóðfélagsfræði ætlast eg til að kent verði hið helsta, sem hver maður þarf að vita, til þess að reka sig ekki stöðugt á > myrkri vanþekkingarinnar, þegar út í lífið kemur, — um skyldur sínar við þjóðfélagið og réttindi o. s. frv. Vinnufræði er í nánu sambandi við þjóðfélagsfræði, og yrði í henni tekið fyrir, auk athugana á algengustu störfum, sem mest smávegis, sem fyrir kemur í daglegu Iífi, samning skýrslna og skráa, frágangur bréfa og póstsendinga o. s. frv. Kristilega siðfræði ætti að kenna í stuttu og skýru ágripi. Rannsóknir og áætlanir skýrir sig að mestu leyti sjálft. Eg ætlast til að kennarinn leiðbeini börnunum í því, hvernig eigi að semja áætlanir um ýmislegt, verk eða fyrirtæki, hvers sé helst að gæta og hvar upplýsingar sé að fá um slíka hluti. Eg býst nú við að mönnum þyki nóg um, hve miklar kröfur e9 geri til orku barnanna á þessum 4 ára tíma. Vil eg þá te9ar taka það fram, að best væri að sjálfsögðu, ef þjóðin Sæti lengt skólaskyldutímann. En efnahagsins og þröngsýn- 'nnar vegna býst eg ekki við að það verði gert á næstu ár- Ufn. En hvenær sem það yrði, mætti dreifa þessari kenslu- aætlun, og yrði þá ýtarlegar farið út í hvað eina, og meiri leikni næðist í verklegum efnum. Eg tel óþarft að minnast á aðra skóla, t. d. unglingaskóla eöa gagnfræðaskóla, í þessu sambandi. Vil að eins geta þess, að eg er sannfærður um, að börnin yrðu betur undirbúin til íramhaldsnáms úr barnaskólunum, ef þessi kensluaðferð væri V'Ö höfð, en nú á sér stað alment. Það mun seint gert of mikið að því, að brýna fyrir mönn- Unr að líta á uppeldismálin með meiri alvöru en sumir menn virðast gera. Við þykjumst öll vilja vinna að útbreiðslu guðs- ríkis á jörðu hér. Með hverju vinnum við betur að útbreiðslu 9uðsríkis en einmitt því, að styðja sem mest framþróun kyn- slóðarinnar?

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.