Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 36
348 FERÐ VFIR ATLANTSHAFIÐ eimreidin að skipið yrði ekki gert afturreka með þá, þegar það kæmi til New Vork. A þessu sjúkrahúsi var allur útbúnaður í bezta lagi; þar var allra snotrasta skurðarstofa og fjöldi góðra verk- færa, sem eg öfundaði hann af. Hann sagði, að aðeins stöku sinnum kæmi fyrir, að þeir þyrftu að gera meiri háttar skurði. hinsvegar kæmi alloft fyrir, að þeir þyrftu að hjálpa konum við fæðingu. Hann sýndi mér síðan það af skipinu, sem mer lék hugur á að sjá; einkum þótti mér mikið koma til 1. far' rýmis, því þar var allur útbúnaður álíka vandaður og skraut- legur sem í konungahöllum. Þó bar samkomusalurinn þar mest af öllu, bæði vegna stærðar og smekklegs viðhafnar- skrauts. Og þar voru skemtisamkomur haldnar á kvöldin, og ýmsir farþegar skemtu með söng, hljóðfæraslætti, íþróttum o. fl. En ágóðanum var varið til ýmsra þarfra hluta. — Þar næst dáðist eg mest að sundskálanum, neðst í skipinu. Þar var alt skínandi hvítt, gólf og veggir úr marmarahellum og stór og djúp sundlaug í gólfinu með volgum sjó, þar sem menn gátu æft vöðva við sund og styrkt húð sína. Þar fór fram kappsund við og við og knattleikur á vatninu (Water- polo). En á efsta þilfarinu, næst lyftingunni, var leikvangur fyrir 1. farrýmis farþega. Venjulegur knattleikur gat þar farið fram, tennis og aðrir leikir; en net var spent yfir, til þess að knettirnir féllu ekki útbyrðis. 9. Meðan við vorum á miðju hafi, var sunnudagur. Var þa hringt til messu og öllum boðið að vera við guðsþjónustu i stóra salnum á 1. farrými. Þar stóð altari tjaldað brezku og amerísku fánunum, og æruverðugur prestur í fullum skrúða stýrði athöfninni. Kirkjan var vel sótt. Við sátum þar í þægi' legum hægindastólum, og ekki laust við að manni fyndist sem hér væri himnaríki. Káetudrengir skipanna voru klæddir sem kórdrengir, til að aðstoða prestinn; og enn fremur hafði hann sér til hjálpar djákna, skrýddan rauðu rykkilíni. Söngurinn var ágætur, og spilaði hljóðfærasveit skipsins undir. Sungið var meðal annars »Te deum« og »]ubilate deo«. Viðhöfnin var svipuð og í katólskum kirkjum. Eg hafði gaman af að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.