Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 47
ElMREIÐIN SKÁLDIÐ BYRON LÁVARÐUR 359 Orlátur var hann mjög við vini sína og þeim hinn tryggasti, Sjafmildur við snauða og mjög hjálpsamur, dýravinur mikill, hafði einnig ætíð margt þeirra. I dagbók hans 1813 er máls- $rein þessi: »Seinasti fugl, sem eg skaut á, var arnarungi á strönd Lepantí-flóans. Hann særðist að eins, og eg reyndi að bjarga honum; hann var svo fagureygur; en hann dróst upp og dó. Eg hef aldrei síðan og mun aldrei framar reyna að svifta annan fugl lífi«. Lýsa ummæli þessi göfugu hjartalagi og þeirri hlið á skapferli Byrons, sem mörgum hættir við að sjást yfir. Skaplyndi hans er annars ráðgáta hin mesta, svo margþætt að undrun sætir, sem fyr getur. Kvæði hans, sem eigi eru annað, að miklu leyti, en skuggsjá hans innra manns, «ru því ofin ótal þáttum, full af andstæðum. Byron var þrátt fyrir aðalstign sína og ættardramb hinn ákveðnasti frelsissinni og barðist fyrir auknu rit-, mál-, og umfram alt hugsana-frelsi. Frelsisást hans er undirstraumurinn í öllum ritum hans. I Dómsýnin (The Vision of Judgement) ræðst hann eigi að eins á afturhaldsstjórnina á Englandi, held- ur á íhaldssemi í stjórnmálum hvarvetna. í Marino Faliero veg- samar hann mann þann, sem þrátt fyrir aðalstign og ættgöfgi, berst í þjónustu frelsishugsjónarinnar. Aldrei eru söngvar hans hreinni, dýpri og hærri en þá er hann kveður um frelsið. Mælskan er þá ríkust og háfleygið mest. Ekkert stjórnarfyrir- komulag samtíðarinnar fullnægði honum. Frelsi á öllum sviðum lífsins var markmið hans, ekkert minna. Vel má því segja, að skáldskapur hans sé lofgerð frelsisins í öllum þess myndum og fyrirdæming alls þess, sem hindrar frjálsa framsókn manns- andans. Var því eigi að undra þótt hann byrjaði stjórnmála- íeril sinn með vörn fyrir fátæka vefara í Nottingham, er órétti voru beittir. Kjör þeirra er kúgaðir voru og við harð- stjórn áttu að búa, snertu jafnan næman streng í hjarta hans. I einu bréfa sinna til tyrkneskra hershöfðinga hvetur hann öfluglega til betri meðferðar á föngum. Þá er um slíkt var að rasða var þjóðerni, trúarstefna eða hörundslitur engin hindrun á vegi hans. »Þá er um nauðsynjamál mannkynsins er að ræða veit eg engan mun á Grikkjum og Tyrkjum*, ritar hann. Samúð hans náði þannig til óvina sem vina. Var eigi að furða þótt að maður svo víðfeðmur í skoðunum væri eigi háður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.