Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Page 33

Eimreiðin - 01.10.1924, Page 33
EIMREIÐIN FERÐ VFIR ATLANTSHAFIÐ 345 5. Við lögðum krók á leið okkar frá Southampton til Cher- bourg á Frakklandi til að taka þar farþega; þetta tafði okkur hálfan dag, og urðum við fyrir það 6 daga til New Vork. Við fengum vont veður og mikinn sjógang vestur af Irlandi í 2 daga, en annars þolanlegt veður. Ekki varð eg sjóveikur, enda ruggaði skipið aðeins ofurlítið og hægt og seint; það var ekki eins og að vera á mótorbáti á móti sunnanveðri á Hörgárgrunni. En hristingurinn á skipinu var óþægilegur — skrúfurnar skóku það sundur og saman, svo marraði í hverri sperru, einkum þegar þær lyftust upp úr vatninu. Var þá erfitt t. d. að skrifa, svo.læsilegt yrði. Þó kvað hristingurinn vera miklu meiri jí »Mauritania«. Sumir halda því fram, að þessi hristingur sé óhollur taugakerfinu, og getur verið að svo sé fyrir suma. Ekki varð eg þó var við neinar illar af- leiðingar eftir 6 daga skakstur um borð. En ef til vill var það því að þakka, að eg hvíldi mig 7. daginn. Hinsvegar finst mér engin fjarstæða að ímynda sér, að sumum geti hrist- ■ngurinn verið til heilsubótar, líkt og þegar öxlin komst í lag á bónda frammi í Firði, sem eg þekki. Hann sagði mér, að eitt sinn hefði hann dottið af hestbaki, og hafði þá öxlin hlaupið í baklás, og þar við sat í nokkur ár, því læknarnir voru ráðþrota; en þá fékk hann nýja byltu af hestbaki — það small í öxlinni og hún komst í samt lag. Skáldið Dickens segir svipaða sögu af strák, sem datt ofan af húsmæni og ^nisti vitið. Nokkrum árum seinna datt hann aftur ofan af sama mæninum og fékk þá vitið aftur. — »Margt er skrítið 1 Harmóníu«, og þess vegna ekki að fortaka, nema hristing- Urinn af skrúfunum í Berengaria geti gert manni gott. Þær eru 4 (túrbínuskrúfur) og eru knúðar af 75 þúsund hestöflum, °9 er þá miðað við afl stórra útlendra hesta. Meðan veðrið var verst, sá eg þess merki, að ýmsum varð óglatt af sjóveiki, svo ekki er enn þá fyrirgirt, að menn geti °rðið sjóveikir á stóru skipunum. Hér og hvar, í tröppum og Söngum, sáust fórnir færðar sjávarguðinum. Tindilfættur káetu- drengur hafði þá atvinnu að ganga um með sag í fötu og salla því yfir fórnirnar, líkt og þegar tóbaksmenn nota nef-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.