Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 68
EIMREIÐIN
380 RITSJÁ
skuli vera svo mislagóar hendur, aö steypa einmitt þeim manni af stóh>
sem sýnt hefur aðra eins atorku og elju og dr. A. J. hefur gert með
þessari bók sinni. Slíkt er ekki örvandi fyrir vísindalega starfsemi í land-
inu, enda vonandi að þingið sjái sig um hönd og bæti sem bráðast úr
því óréttlæti, sem dr. A. J. hefur orðið fyrir. Atorku og dugnað má aldrei
launa með réttindamissi. Slíkt gæti orðið banvænt fyrir hinn uppvaxándi
æskulýð í landinu. Valtýr Guðmundsson.
Ágúst H. Bjarnason: SIÐFRÆÐI. Rvk. 1924.
Bók þessi fjallar um forspjöll siðfræðinnar, sem höfundurinn kallar
svo, eða um þróun hinna siðferðilegu og trúarlegu hugmynda mannkyns-
ins frá fyrstu tímum og fram til vorra daga. Er hér mikill fróðleikur
saman kominn, en ærið hefur höf. víða orðið að fara fljótt yfir sögu>
sennilega til þess að bókin yrði ekki of löng. Er því víða að eins drepið
á það, sem annars hefði verið ástæða til að rita um lengra mál. En vel
virðist höfundi hafa tekist að velja það úr sögu siðfræðinnar, sem meslu
máli skiftir.
Höf. gerir í stuttum inngangi grein fyrir því, hvað siðfræðin sé.
Því næst lýsir hann undirstöðu hennar og upptökum, eftir því sem
tekist hefur að færa þar rök að með þeim gögnum, sem mannfrsði,
náttúruvísindi og aðrar fræðigreinar hafa fært mönnum upp í hendurnar.
Koma þar þegar fram ýms merkileg atriði, sem löngum munu verða
skiftar skoðanir um, enda er það mesti kostur þessarar bókar, að hun
flytur mönnum ótal mörg umhugsunarefni, sem menn myndu ef til viH
ella aldrei staðnæmast við, til að velta fyrir sér.
Þá er rakin stuttlega þróun siðferðisins, og síðan lýst trúar- og siða-
lærdómum elztu menningarþjóða, þá siðspeki Qrikkja og Rómverja, frúar-
og siðalærdómum kristindómsins, og síðan er all-ítarlegur kafli um hina
nýrri siðfræði. Loks er sérstakur kafli um þjóðfélagsmálin, og hefst hann
með stjórnarbyltingunni frönsku og endar á rússnesku byltingunni °S
bolshevisma. Mun síðar von á framhaldi ritsins, og getur höf. þess í nið-
urlagsorðum, hvernig efninu verði þar fyrir komið.
Ekki er í siðfræði þessari gert ráð fyrir neinni æðri opinberun eða
guðdómsvilja í tilverunni, þótt því sé hinsvegar ekki neilað, að slíkur
æðri vilji geti átt sér stað. Kemur hér fram einn aðalmunurinn á hinni
svokölluðu vísindalegu siðfræði og kristilegri siðfræði, þó að hin fV"
nefnda hljóti jafnan, ef hún vill vera óhlutdræg, að halda fram lífernt
Krists og breytni sem hinni æðstu fyrirmynd.