Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 44
356
SKÁLDIÐ BVRON LÁVARÐUR
eimreiðiN
samtíðar hans og skilja hugsunarhátt þeirrar aldar, því að
Byron var sem önnur skáld barn sinnar tíðar.
Stjórnarbyltingin í Frakklandi (1789) var miljónum manna
um alla Norðurálfu fylling þeirra æðstu og kærustu vona.
Þess vegna var henni fagnað svo víða, á Englandi sem
annarstaðar. Stjórnmálaskörungar þar í landi og allur lýður
tóku þeim fregnum fagnandi. Eigi var svo lengi. Skoðanir
manna og dómar breyttust brátt. Stjórnarbyltingin flutti mönn-
un nýjar hugsjónir: jafnrétti allra manna, bræðralag allra þjóða
og lýðstjórn. Var nú sem dagaði af nýrri öld og betri tímar
væru í vændum. Vonbrigðin komu fyr en varði. Blóðsúthell-
ingar og skelfingar þær, sem fylgdu sigri byltingamanna í
Frakklandi, skelfdu menn á Englandi, svo að áhugi þeirra
dofnaði. Þeir tóku að óttast um aldagamalt fyrirkomulag í
stjórn og kirkjumálum. Hræðslan greip alþjóð, og á eftir
fylgdi hin rammasta íhaldssemi og mótþrói gegn allri ný-
breytni og endurbótum. Árin 1815—30 voru í Norðurálfu
myrk kúgunar- og harðstjórnaröld og vandræðatímar, eigi
sízt á Englandi. Stjórnin íhaldssöm í mesta máta og andvíg
öllum frelsishreyfingum. Vélaiðnaðurinn hafði gerbreytt lífs-
skilyrðum verkamanna; voru flestir þeirra blásnauðir og hvíldu
á þeirn þungar skattabyrðar, og enga hlutdeild áttu þeir í
landsstjórninni. Árangurinn af öllu þessu varð svo almenn
óánægja. Hótað var jafnvel að svifta menn málfrelsi. Aftur-
hald á öllum sviðum. Háværar gerðust því kvartanirnar. Sið-
ferðislíf og alt andlegt líf þjóðarinnar var sjúkt og spilt, eink-
anlega meðal hinna æðri stétta. Þannig var í garðinn búið,
þá er Byron kom fram á sviðið. Hann var ákaflyndur að
eðlisfari, með víkingsblóð í æðum og gæddur anda, sem eigi
lét bugast. Gat því eigi hjá því farið, að ástand þetta vekti
í brjósti hans byltingahug og mótþróa. Veikgerðari andi hefði
máske sætt sig við kringumstæðurnar. Byron var of skapmik-
ill og of frjálslyndur. Kúgunin efldi uppreisnaranda hans frem-
ur en hið gagnstæða. Margt vlar og annað, sem studdi þar
að: agalaust uppeldi, miður góð æskuáhrif, líkamslýti, von-
brigði í ástum, fjárhagsvandræði, gifting hans og skilnaður við
konu hans, svo hann var útlægur heiman að. Alt voru þetta
máttug öfl, sem áttu sinn þátt í að móta stefnu hans og lífs-