Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 16
328 SAMBAND ÍSLANDS OQ DANMERKUR EiMREiÐiN
ekki getað gengið þess duldir, að íslendingar hafa nú nokkuð
annan hug til þeirra en áður. Að vísu hefur síðan stundum
andað kalt til íslands frá þeim stjórnmálaflokknum, sem Is'
landi hefur lengstum verið erfiðastur, Hægrimönnum, og ekki
tóku þátt í samningagerðinni 1918. En þessir menn eru í mikl'
um minni hluta, enda munu þeir nú farnir að sætta sig
það, sem orðið er. Danir, sem til íslands koma, munu alstaðar
fá hér góðar viðtökur, og íslendingar þurfa fráleitt yfir öðru
að kvarta í Danmörku, enda starfar öflugur, en þó ópólitiskur
félagsskapur að því að auka viðkynningu þjóðanna og efla
samvinnu milli þeirra, og er hér átt við Dansk íslenzka fe*
lagið (»Dansk-islandsk Samfund*).
Hér má þá líta fyrstu og auðsénustu ávexti sambandslag*
anna: Fult bróðerni og yfirleitt góða samvinnu milli sam-
bandsbjóðanna. Og þeir ávextir eru áreiðanlega mikilsvirðL
svo framarlega sem það er víst, að mönnum líður betur og
þeir njóta sín betur til allra góðra verka, ef þeim er kala-
laust til þeirra, sem þeir eiga við að skifta og eiga ekki óvin-
um að verjast. Ekki er ólíklegt, að einhver kunni jafnvel að
líta svo á sem þessi breyting á sambúð Dana og Islendinga
sé bezti ávöxtur sambandslaganna.
Þá er hitt ekki síður víst, að mikil orka hlýtur að hafa
gengið til stjórnardeilunnar við Dani. Allar þær ræður, sem
haldnar hafa verið, og öll þau rit, sem skráð hafa verið um
sambandsmálið, og allar þær æsingar, sem óhjákvæmilega hafa
leitt af sambandsdeilunni, hafa tekið sinn hluta af kröftum
þjóðarinnar. Mætti gera ráð fyrir því, að þeim tíma og þeirri
orku mætti verja til annara þarflegra hluta. Hugðu og ýmsir
gott til þess, að nú mættu menn snúa sér óskiftir að innan-
landsmálunum, þegar sambandsdeilunni væri til lykta ráðið.
Ekki skal dæmt hér um það, hversu vel sú spá hefur ræzt.
Afleiðingar styrjaldarinnar miklu og friðarsamningarnir svo-
kölluðu í Versölum 1919 hafa valdið því, hér sem annarstað-
ar, að flest hefur staðið í stað innanlands eða jafnvel rekið-
En sízt er ástæða til að halda það, að betur hefði til tekist.
ef sambandsmálið stæði enn óleyst.
Því hefur reyndar verið fleygt, að sögn, að gengi íslenzkr-
ar krónu mundi aldrei hafa orðið annað en dönsku krónunnar,