Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN „HVERNIG FERÐU AÐ YRK]A?" (373
En annars eru öll mín fyrstu kvæði gleymd og grafin fyrir
löngu. Eg man, að fyrsta vetur minn í Höfn sýndi ég einum
vini mínum, sem hafði gott vit á skáldskap og sjálfur er vel
hagmæltur, all-mörg af kvæðum mínum. Hann drap ekki allan
kjark minn til áframhalds, en sagði mér hógværlega til synd-
anna. Þá brendi ég mörg kvæði og er manninum æ síðan
hjartanlega þakklátur, en ég reyndi aftur og reyndi að gera
betur. Sýnir þetta atvik mér, hverju hógvær, rostalaus og
samgjörn gagnrýni má til vegar koma um þroska manna.
Jakob Jóh. Smári.
Fegurstu staðirnir.
(AUmargir hafa svarað spurningunni \ 3. hefti Eimreiðarinnar þ. á. um
það, hverjir væru fegurstu staðirnir á íslandi. Svar það, sem hér birtist,
er komið alla leið frá Kína,, og hefur bréfið verið rúma tvo mánuði á
leiðinni. Bréfritarinn, Ólafur Ólafsson, starfar að kristniboði í Laohokow
í Kína. Hann er ættaður úr Norðurárdal í Mýrasýslu. Ritstj.)
Eftir 6 ára fjarveru kom eg heim aftur til Islands, aðal-
lega í þeim tilgangi að kveðja og búa mig undir 10 ára úti-
vist. Því mun eg aldrei gleyma, er eg heiðskýran sumardag
stóð á hálsinum fyrir ofan Laxfoss og horfði yfir Hreðuvatn
(í Norðurárdal í Mýrasýslu). Og síðan hef eg ekki um það
efast, að Hreðuvatn er fegursti staðurinn á landinu. Hef eg
þó víða farið. — Fegurðina þar held eg að maður sjái betur
af hálsinum en frá bænum.
Enginn, sem fer upp í Borgarfjörð til að klífa Baulu eða
skoða hellrana í Hallmundarhrauni og sjá Hvítársíðuna, fari
fram hjá Hreðuvatni, Eden Islands.
Islenzk náttúrufegurð þolir engan samjöfnuð, því hún er
einstæð, alveg sérstök, engu síður en íslenzk menning og ís-
lenzk tunga. íslenzk náttúra er óviðjafnanleg og sleppir aldrei
seiðtökum sínum. Aldrei.
»Eg þrái alt af heim, þegar eg sit hérna úti á svölunum*,
varð íslenzkri konu á vesturstönd Ameríku að orði við mig.
Hafði hún þó dvalið þar í allri fegurðinni árum saman. Og