Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 42
354
SKÁLDIÐ BVRON LÁVARÐUR
EIMREIÐ'n
eftir sig í riti álit sitt á honum. Skiftir mjög í tvö horn um
dómana. Landi hans og skáldbróðir, Southey, áleit Dyron
ímynd alls hins illa, og ýmsir voru þeir, sem hölluðust á sömu
sveif. Greifafrú Guiccioli trúði því hinsvegar fastlega, að hanrv
væri engill í mannsmynd. Er hvorttveggja jafnfjarri sannu
Slíkir voru dómarnir um manninn. Um skáldið voru einmS
skiftar skoðanir. Skáldjöfurin'n Goethe skipaði Byron til saetis-
á skáldabekknum enska næst Shakespeare; aðrir töldu hann
standa að baki sumra samtíðarskálda, svo sem Shelley, oS
enn standa deilur um, hvar skipa skuli Byron til rúms í Braga-
höll. Ljóð hans og lífssaga draga enn mjög að sér athysl’
manna. Svo margt var einkennilegt um hann. Hann var svo
einstæður, »undarlegt fyrirbrigði« af manni til. Hann var hinn
ættstærsti, konungs- og aðalsblóð rann í æðum hans. Hann
var hinn fríðasti sýnum, »fagur sem draumsýn* að dómi Walter
Scott. Hann bjó á afskektu, hálfföllnu aðalssetri um skeið, en
gerðist síðan hinn víðförlasti. Auk ættgöfginnar, fríðleikans OS
óðalsins hlaut hann í vöggugjöf hina auðugustu og fjölbreytt-
ustu skáldgáfu. Hann var því í fylsta máta gæddur hinu mesta
atgervi andlega og líkamlega; einungis einn hængur var á
ráði hans, — hann var fæddur með kleppfót, en andlegir yfir*
burðir bættu úr því lýti. Tvítugur að aldri hélt hann stjórnmála-
skörungum í efri málstofu enska þingsins hugföngnum með
mælsku sinni. Hann ritaði heil afbragðskvæði á fáum dögum,
er seldust svo í þúsundum á fyrsta degi eftir að þau birtust,
synti, þótt haltur væri, yfir straumhart Hellusund í austurfÖr
sinni. Slíkur maður vakti þá og vekur enn eftirtekt manna.
Hetjudýrkun er sterkur þáttur í sálarlífi barna hinnar tuttug-
ustu aldar, þó með nokkuð öðrum hætti sé en fyrri var.
Sólir renna og hníga, en orðstír deyr eigi. Háreistar hallir
hrynja að grunni, en »myndasmíðar andans«, hvort sem þ®r
eru málaðar í litskrúð, högnar í marmara eða mótaðar í lýsi-
gull skáldmálsins, geymast um aldir. Tíminn sljettir yfir margar
ójöfnur, færir sanni nær dóma um menn og málefni. Svo
er um Byron að nokkru. Old er liðin síðan hann féll ap
velli í þjónustu þess málefnis, sem honum stóð huga næst. A
þessu tímabili var hann ýmist hafinn hæst til skýja eða hon-
um varpað niður fyrir allar hellur. Dómarnir um hann og.