Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 60
372 „HVERNIG FERÐU AÐ VRK]A? EIMREIÐIN frá því, hvernig ég byrjaði að yrkja. Eitthvað á 12. ári las ég »Uraníu« eftir Flammarion, og hafði hún mikil áhrif á mig- Hún braut fyrir mér »veraldar-eggið«, og ég sá út í enda- lausan geiminn. Og þá orti ég nokkur kvæði eða vísur stjarn- fræðilegs efnis(!) Ekkert man ég úr þeim, og held ég, að sá kveðskapur hafi staðið skamma hríð. Síðan fór ég í skóla og gleymdi öllum skáldskap; var ég þar hinn mesti klaufi, svo að orð var á gert, þegar yrkja skyldi vísu (sem var að vísu oft- ast skætingur og skens); héldu félagar mínir jafnvel á loft vísnapörtum eftir mig, mér til háðungar, — svo illa þótti ég kveða. Og ekkert lá mér fjær, en að vilja verða »skáld«. Gekk svo alla mína tíð í lærða skólanum. Sjötta-bekkjar-vetur minn var ég á Bessastöðum hjá Skúla heitnum Thoroddsen eldri og las með Skúla yngra og sögðum við krökkum til í hjáverkum. Þann vetur fékk ég nokkurn hug á að lesa skáldskap, og lásum við Skúli af íslenzkum skáldum þá helzt Einar Benediktsson og Sigurð Breiðfjörð, úr Núma- rímum kunni ég heila kafla. En ekkert orti ég sjálfur — datt það ekki í hug. Um vorið tók ég stúdentspróf og skrapp að því loknu vestur í Dali. I þeirri ferð byrjaði ég að yrkja, og ég man alveg, hvernig það atvikaðist. Þegar ég kom í Búðardal, var orðið næsta áliðið kvölds, og lagði ég af stað þaðan í fylgd með nokkrum Dala- mönnum. Er mér enn minnisstætt, að ég var á leiðinni að rífast við ónefndan bónda vestur þar út úr pólitík; hann var með »Uppkastinu« sæla (þetta var 1908), en ég á móti. £n þegar við komum á Sauraleiti og Suðurdalirnir breiddu faðm- inn á móti mér, þagnaði ég. Nóttin var björt, en einhver móða hvíldi yfir landslaginu, og fegri sýn hef ég sjaldan séð. Þá tók eitthvað að syngja í sál minni, og áður en mig varði, hafði ég ort vísu, umhugsunarlítið. Vísan var ekki neitt merki- leg, og ég man aðeins síðari hluta hennar; hann er svona: í hálf-bjartri móðu er hulinn hver bær. Húmskuggar vefjast um fjallanna tær. En andnesin gyrðir hinn glitblái sær og gelur þeim værðarljóð málrómi sterkum og þýðum. En þá fann ég, að ég gat ort, og næstu daga var ég oft að eiga við að yrkja, og síðan hef ég altaf ort öðru hvoru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.