Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 50
362 SKÁLDIÐ BYRON LÁVARÐUR eimreiðiN um. Segja má því að lífsskoðun Byrons sé neikvæð, að hann leggi fremur í rústir en byggi. Svo er að vísu, en þannig greiddi hann veg hinu nýja. Aðrir komu eftir hann og reistu nýjar og traustari mannfélagshallir á rústum hinna feysknu oS fúnu, sem hann hafði niður rifið. Eigi má oss gleymast, að Byron var barn sinnar aldar, og ber oss því að líta á hann sem talsmann hennar. Hann túlkar oss í ljóðum sínum kvart- anir og vonbrigði, óskir og órætta drauma samtíðar sinnar. Hann var heimsborgari í orðsins dýpsta skilningi, því að hann lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Mestu áhugamál allra þjóða eru efni ljóða hans, margra hverra, þessvegna fundu þau bergmál í brjóstum manna um heim allan. Ritdómara greinir á um listgildi verka hans, um áhrifavald hans hefur enginn ágreiningur verið og getur enginn orðið. Á því sviði stendur hann að eins Shakespeare einum að baki. Um alla Norðurálfu bergmáluðu skáldin söng hans, frá Noregi til Ítalíu, frá Frakklandi til Rússlands. Vfir Atlantsála til Vestur- heims náðu áhrif hans einnig. Svo víða átti hann ítök í hug* um manna. Til íslands bárust einnig boðaföll af bylgju þeirri í bókmentaheiminum, sem hann hafði af stáð hrundið. Ma greina þangað tvo meginstrauma áhrifa hans. Heinrich Heine, góðskáldið þjóðverska, var hinn mesti að- dáandi Byrons og lærisveinn. Gerðist hann slíkur forkólfur bókmentastefnu hans á ættjörð sinni, að hann er nefndur »þýzk- ur Byron«. Bar mest á því á þeim árum er hann reit »Buch der Lieder«. Eru þau ljóð hans mjög byronsk í anda og hugsun; en fjöldi þeirra hefur þýddur verið á íslenzka tungu- Óbeinlínis hafa því þannig borist til íslands byronsk lífsskoð- un og hugsunarháttur, kennir þessa í ýmsum kvæðum ]ón- asar Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal, Jóns Ólafssonar, Kristjáns Jónssonar, Hannesar Hafsteins og Jónasar Guð- laugssonar. Hinn meginstraum byronskra áhrifa á íslenzkan kveðskap má rekja beint til skáldsins sjálfs. Gætir þeirra einkanlega > ljóðum Gríms Thomsens, þeim er hann orkti 1840—46, 0° um það leyti var hann einmitt að vinna að riti sínu »Um Byron lávarð« (Om Lord Byron), er hann hlaut meisíara- og síðar doktorsnafnbót fyrir og prentað var í Kaupmannahöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.