Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 50

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 50
362 SKÁLDIÐ BYRON LÁVARÐUR eimreiðiN um. Segja má því að lífsskoðun Byrons sé neikvæð, að hann leggi fremur í rústir en byggi. Svo er að vísu, en þannig greiddi hann veg hinu nýja. Aðrir komu eftir hann og reistu nýjar og traustari mannfélagshallir á rústum hinna feysknu oS fúnu, sem hann hafði niður rifið. Eigi má oss gleymast, að Byron var barn sinnar aldar, og ber oss því að líta á hann sem talsmann hennar. Hann túlkar oss í ljóðum sínum kvart- anir og vonbrigði, óskir og órætta drauma samtíðar sinnar. Hann var heimsborgari í orðsins dýpsta skilningi, því að hann lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Mestu áhugamál allra þjóða eru efni ljóða hans, margra hverra, þessvegna fundu þau bergmál í brjóstum manna um heim allan. Ritdómara greinir á um listgildi verka hans, um áhrifavald hans hefur enginn ágreiningur verið og getur enginn orðið. Á því sviði stendur hann að eins Shakespeare einum að baki. Um alla Norðurálfu bergmáluðu skáldin söng hans, frá Noregi til Ítalíu, frá Frakklandi til Rússlands. Vfir Atlantsála til Vestur- heims náðu áhrif hans einnig. Svo víða átti hann ítök í hug* um manna. Til íslands bárust einnig boðaföll af bylgju þeirri í bókmentaheiminum, sem hann hafði af stáð hrundið. Ma greina þangað tvo meginstrauma áhrifa hans. Heinrich Heine, góðskáldið þjóðverska, var hinn mesti að- dáandi Byrons og lærisveinn. Gerðist hann slíkur forkólfur bókmentastefnu hans á ættjörð sinni, að hann er nefndur »þýzk- ur Byron«. Bar mest á því á þeim árum er hann reit »Buch der Lieder«. Eru þau ljóð hans mjög byronsk í anda og hugsun; en fjöldi þeirra hefur þýddur verið á íslenzka tungu- Óbeinlínis hafa því þannig borist til íslands byronsk lífsskoð- un og hugsunarháttur, kennir þessa í ýmsum kvæðum ]ón- asar Hallgrímssonar og Benedikts Gröndal, Jóns Ólafssonar, Kristjáns Jónssonar, Hannesar Hafsteins og Jónasar Guð- laugssonar. Hinn meginstraum byronskra áhrifa á íslenzkan kveðskap má rekja beint til skáldsins sjálfs. Gætir þeirra einkanlega > ljóðum Gríms Thomsens, þeim er hann orkti 1840—46, 0° um það leyti var hann einmitt að vinna að riti sínu »Um Byron lávarð« (Om Lord Byron), er hann hlaut meisíara- og síðar doktorsnafnbót fyrir og prentað var í Kaupmannahöfn

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.