Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 12
324
]ÓL
EIMREIE)In
Sff
=3g
um á Gyðingalandi. Enginn hefur megnað að sk\>g3!a
á hann, veikja lífsgildi kenninga hans eða sýna fram
á eina einustu veilu í líferni hans og fagnaðarboð-
skap. Og það mun engum takast hér eftir fremur en
hingað til.
A hverjum jólum er eins og himnarnir opnist og
englarnir frá Betlehemsvöllum veiti geislaflóði fagurra
hugsana út yfir þessa jörð. Þá vaknar þráin eftir
æðra og fegurra lífi, og þá finnum vér betur en ella
hina miklu einingu í öllu lífi, þrátt fyrir allan ytri
mismun og einangrun.
Áður var sá siður víða hér á landi, að húsmóðirin
færði hverjum heimilismanni jólakerti að gjöf á jóla-
nóttina. Kertin festi fólkið á rúmbríkur sínar, og siðan
voru Ijós tendruð um allan bæinn. Hvergi mátti bera
skugga á. Þessi fagri siður var tákn þess Ijóss, sem
úthelt var yfir þenna heim synda og sorga, með komu
meistarans. Þess vegna á siðurinn að takast aftur upp,
og það er ósk vor, að jólakertið verði tendrað í hý-
býlum þinum á þessum jólum, sem nú fara í hönd.
Megi jólaljósið varpa skærri birtu inn í hvern afkyma
sálar þinnar, svo hvergi beri skugga á, og færa þét
jólagleði og jólafrið.
Ut yfir snævi þaktar grundir, fjöll og dali lands vors,
út yfir höf og sund, út yfir gröf og dauða, réttum vér
fram hendurnar og bjóðum hvert öðru í einu allsherjar
bræðralags handtaki hlýtt og innilega gleðileg jól.
Gleðileg jól!
í des. 1924. Sveinn Sigurðsson.
I 0 =
OG: