Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 21
eimreiðin SAMBAND ÍSLANDS OG DANMERKUR
333
í Vestmannaeyjum, verið vopnað, og getur því tekið söku-
dólga með svipuðum hætti sem danska varðskipið. Af Dana
hálfu hefur kent ofurlítils misskilnings á landhelgisgæzlunni.
Danski hluti ráðgjafarnefndarinnar heldur því fram, eða gerði
það í fyrra, að íslenzk varðskip ættu að lúta foringja danska
varðskipsins. Ef svo væri ekki, þá yrði að líta svo á, að Is-
land hefði tekið að sér fullnaðargæzlu á landhelginni á ákveðnu
sviði, sem danska varðskipið þyrfti ekki að skifta sér af. Þetta
er ekki réttur skilningur. íslenzkt varðskip siglir undir íslenzk-
um fána og íslenzkri stjórn. Danmörk ber ábyrgð á gerðum
síns varðskipsforingja og ísland á gerðum sinna varðskips-
fyrirliða. íslenzku skipstjórarnir mega því alls ekki vera undir
boð dansks foringja eða bann seldir. ísland á jafnt eftir sem
áður kröfu til þess, að danska varðskipið gæti landhelgi þar
sem mest er talin þörf á því, og hefur ekki afsalað sér nokkr-
um rétti á hendur Dönum. Foringi danska varðskipsins ætti
tví eftir sem áður að fara sem mest eftir óskum íslenzku
stjórnarinnar um sína gæzlu. Enda mun svo hafa verið í fram-
kvæmdinni, jafnt eftir að »Þór« var vopnaður sem áður. Og
v>st er um það, að forstjóri flotamálaráðuneytis Dana hefur
Verið íslenzku stjórninni innanhandar um leiðbeiningar og
hjálp, þegar »Þór« var vopnaður. Með sambandslögunum
hefur íslandi ekki aukist réttur á hendur Danmörk um land-
heIsisgæzluna. En það hefur sem fullvalda ríki fengið óvefengj-
enlegan rétt til að fara sjálft með það mál að öllu leyti eða
einhverju, eftir því sem ástæður leyfa og þörf krefur. Og
enginn getur haft lögregluvald í íslenzkri landhelgi, nema
samkvæmt heimild íslenzkra stjórnarvalda.
Það var auðvitað gert ráð fyrir því í sambandslögunum, að
hvort ríkið hefði sína þegna. En það var ekki ákveðið þar,
hverir verða skyldi íslenzkir ríkisborgarar 1. des. 1918 og
bverir skyldi verða danskir. Réttast hefði verið að gera samn-
lnS um þetta um leið og sambandslögin komu til framkvæmd-
ar- Það virðist svo sem danska stjórnin þáverandi hafi ekki
íalið slíkra samninga þörf, enda létu ýmsir danskir stjórnmála-
^enn þau orð falla um það Ieyti, að ríkisborgararéttur væri
sameiginlegur með Danmörk og íslandi, eða að jafnréttis-
ábvæði 6. gr. sambandslaganna gerði samningagerð um þetta