Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 24
336 SAMBAND ÍSLANDS OG DANMERKUR eimreiðiN
3. Styrki námsmanna erlendis (fjárL 1925) . — 15,000 00
4. Borðfé konungs..............................— 60,000 00
5. Til ríkissjóðs Dana fyrir meðferð utanríkis-
mála íslands.................................— 12,000 00
Kr. 164,000 00
En þar frá má í raun réttri draga þær rúmar 50,000 kr.,
sem íslenzki sjóðurinn gefur í árlega vöxtu og ganga hér til
nytja, og auk þess höfum vér nokkrar nytjar danska sjóðsins,
að því leyti sem íslenzkir menn hafa fengið styrk úr honum.
Fuliveldi landsins kostar þá á ári rúmar 100,000 kr. Má vera
að til séu þeir menn, er þyki með þessu of mikið unnið til
að fá fullveldi til handa landinu, en líklega verða þeir þó
miklu færri en hinir. Og ekki væri ofdjarft að ætla, að sjálf-
stæði landsins skapaði því ýmsa möguleika til að vinna upp
þenna aukakostnað efnalega, möguleika, sem það hafði ekki
áður, meðan það var skoðað hluti annars ríkis. Svo bjartsýnir
verða menn að vera, enda hefði menn aldrei átt að keppa
eftir fullveldi landinu til handa, nema þeir hefði trú á því, að
það yrði því til hamingju. Og til hamingju verður fullveldið
vonandi Islandi, ef landsmenn kunna til að gæta.
Einar Arnórsson.