Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 72

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 72
EIMREIÐIN 384 RITSJÁ gráta?), klausan í kaflalok á bls. 87 o. fl. Qott er samtal þeirra InS'" bjargar í kjallaranum og Margrétar á loftinu (bls. 20—24), og víðar kennir þess, að höf. hafi auga fyrir því broslega. Ádeilur koma víða fyrir ' sögunni og þær allkröftugar sumstaðar. Kvenpersónur höf. eru flestar hálfgerðir garmar, að undantekinni Svövu, unnustu Jóns, sem er saklaus og góð, en fremur Iitdauf í gerðinni. Mesti ókostur þessarar bókar er það, að hún virðist ekki rituð með neina aðra hugsjón fyrir augum én þá að hefja ábyrgðarlaust lítilmenni upp til æðstu metorða og lýsa fyr'r lesendunum klækjaferli hans. Að vísu gerir höf. hvergi tilraun til að rétt- læta framferði aðalpersónu sinnar, og með því hefur hann bjargað bók- inni frá að hljóta sess meðal sorprita, en hvergi verður vart við neina Nemesis í lífi Jóns, hvergi neina refsandi hönd, — alt gengur slétt og áferðarfallega upp á við. En er þetta svo í verunni? Höf. ætti að taka þá spurningu til meðferðar í næstu sögu sinni. Sv. S. Ennfremur hafa Eimr. borist þessi rit: Sigurður Nordal: íslenzk lestrarbók 1400—1900. Rvk 1924. Jóhannes L. L. Jóhannesson: Nokkrar sögulegar athuganir um helztu hljóðbreytingar o. fl. í íslenzku, einkum í miðaldarmálinu (1300—1600)- Rvk 1924. Guðmundur Finnbogason: Stjórnarbót. Rvk 1924. Kristín Sigfúsdóttir: Sögur úr sveitinni. Akureyri 1924, Stefán frá Mvítadal: Heílög kirkja. Rvk 1924. Asgeir Blöndal: Líkams- og heilsufræði. Akureyri 1924. Guðmundur Guðmundsson: Erlend ljóð. Rvk 1924. W. A. Craigie: Kenslubók í ensku I. Rvk 1924. Orn Arnarson: Illgresi (kvæði). Rvk 1924. Ljóðmæli eftir Herdísi og Olínu Andrésdætur. Rvk 1924. Lög íslands II. bindi, 1.—5. h., safnað hefur Einar Arnórsson próf. juris. Rvk 1924. The Life of the Icelander Jón Ólafsson traveller to India. Translated from Icelandic by Bertha S. Phillpotts. Volume I. London 1923. Islandica. Volume XV. Ithaca 1924. Rökkur. Alþýðlegt tímarit. Útg. Axel Thorsteinson, II. árg. Rvk 1924. Mun rita þessara nánar getið í næsta hefti.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.