Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 46
358 SKÁLDIÐ BYRON LÁVARÐUR eimreidiN
l
allar andstæður mannlegra geðshræringa: sorg og gleði, létt-
úðarfylsti gáski og dýpsta alvara, sviknar vonir og dýrstu
draumar, hið hæsta og hið lægsta, vizka og heimska. I einm
andránni er lýst skipbroti með skelfingum þess og hörmung-
um; er sem kaldur hrollur fari um æðar við lestur þess. Fyr
en varir breytir skáldið um sjónarsvið og leiðir oss inn í hið
allrahelgastá mannlegs lífs, bregður upp fyrir augu vor mynd
af hinni hreinustu ástarsælu, í ljóðlínum, sem klappa þýðlega
á vanga eins og mildur sumarblær. Rímsnild Byrons er hér
á hæsta stigi og fyndni hans, gnótt ummæla, sem síðan eru
heimsfleyg orðin, andstæðurnar svo skarpar og skáldlegar.
Kvæðið er af mörgum talið ein hin kröftugasta ádeila á stjórn-
mál og þjóðlíf alt, sem nokkru sinni hefur rituð verið. Skáldið
lætur söguhetjuna ferðast úr einu landi í annað og lýsir þvú
sem fyrir augu hans ber og á daga hans dreif. Hellir Byron
þar gremju sinni yfir samöldina og skopast mjög að úreltum
venjum og hleypidómum. Kvæðið er þrungið kaldhæðni 03
efasemdum. Byron ræðst þó eigi á dygðirnar, heldur að eins á
yfirborðsmenninguna, svikagyllinguna, á þá tilhneiging manna
að sýnast, en eigi að vera. „Don Juan“ er, að því er hann
sjálfur segir, >árás á misfellur þjóðlífsins, en eigi nein lof-
gerð Iastanna«. Kvæðið er í raun og veru spegilmynd af líf'
manna eins og það hafði birzt höfundinum á Englandi og
víðar, fært í skáldlegan búning. En margir hræddust að horf-
ast í augu við sannleikann, og lá þá eigi annað nær, en að
telja skáldið fara með öfgar einar og ósannindi. Siðleysi kvæð-
isins, sem svo mjög hefur verið á lofti haldið, er mest í þvl
fólgið, að bregða fram í dagsljósið sönnum myndum úr spiltu
siðferðislífi þeirrar aldar. Hægt hefði eflaust verið að lýsa
þjóðfélagsástandinu á annan hátt, en vart áhrifameiri. Svo
er rætt um bresti Byrons og galla, að mörgum hættir við að
líta á hann sem holdi klædda ímynd hins illa, gersneyddan
öllu ’því, sem göfugt er. Verum réttdæmir nú, er hann hefur
hvílt nær heila öld í gröf sinni. Gallagripur var hann að vísu,
en þó prýddur ýmsum dygðum. I einu af bréfum hans lesum
vér: »Fyrsta skylda vor er að fremja eigi það sem ilt er, en
það er ómögulegt; hin næsta er að bæta fyrir það, ef í voru
valdi stendur*. Sorglegur sannleikur! »Humanum errare est«-