Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Qupperneq 46

Eimreiðin - 01.10.1924, Qupperneq 46
358 SKÁLDIÐ BYRON LÁVARÐUR eimreidiN l allar andstæður mannlegra geðshræringa: sorg og gleði, létt- úðarfylsti gáski og dýpsta alvara, sviknar vonir og dýrstu draumar, hið hæsta og hið lægsta, vizka og heimska. I einm andránni er lýst skipbroti með skelfingum þess og hörmung- um; er sem kaldur hrollur fari um æðar við lestur þess. Fyr en varir breytir skáldið um sjónarsvið og leiðir oss inn í hið allrahelgastá mannlegs lífs, bregður upp fyrir augu vor mynd af hinni hreinustu ástarsælu, í ljóðlínum, sem klappa þýðlega á vanga eins og mildur sumarblær. Rímsnild Byrons er hér á hæsta stigi og fyndni hans, gnótt ummæla, sem síðan eru heimsfleyg orðin, andstæðurnar svo skarpar og skáldlegar. Kvæðið er af mörgum talið ein hin kröftugasta ádeila á stjórn- mál og þjóðlíf alt, sem nokkru sinni hefur rituð verið. Skáldið lætur söguhetjuna ferðast úr einu landi í annað og lýsir þvú sem fyrir augu hans ber og á daga hans dreif. Hellir Byron þar gremju sinni yfir samöldina og skopast mjög að úreltum venjum og hleypidómum. Kvæðið er þrungið kaldhæðni 03 efasemdum. Byron ræðst þó eigi á dygðirnar, heldur að eins á yfirborðsmenninguna, svikagyllinguna, á þá tilhneiging manna að sýnast, en eigi að vera. „Don Juan“ er, að því er hann sjálfur segir, >árás á misfellur þjóðlífsins, en eigi nein lof- gerð Iastanna«. Kvæðið er í raun og veru spegilmynd af líf' manna eins og það hafði birzt höfundinum á Englandi og víðar, fært í skáldlegan búning. En margir hræddust að horf- ast í augu við sannleikann, og lá þá eigi annað nær, en að telja skáldið fara með öfgar einar og ósannindi. Siðleysi kvæð- isins, sem svo mjög hefur verið á lofti haldið, er mest í þvl fólgið, að bregða fram í dagsljósið sönnum myndum úr spiltu siðferðislífi þeirrar aldar. Hægt hefði eflaust verið að lýsa þjóðfélagsástandinu á annan hátt, en vart áhrifameiri. Svo er rætt um bresti Byrons og galla, að mörgum hættir við að líta á hann sem holdi klædda ímynd hins illa, gersneyddan öllu ’því, sem göfugt er. Verum réttdæmir nú, er hann hefur hvílt nær heila öld í gröf sinni. Gallagripur var hann að vísu, en þó prýddur ýmsum dygðum. I einu af bréfum hans lesum vér: »Fyrsta skylda vor er að fremja eigi það sem ilt er, en það er ómögulegt; hin næsta er að bæta fyrir það, ef í voru valdi stendur*. Sorglegur sannleikur! »Humanum errare est«-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.