Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 22
334
SAMBAND ÍSLANDS OG DANMERKUR eimreiðin
efni óþarfa, því að engu skifti, hvort maður væri íslenzkur
ríkisborgari eða danskur, af því að þeir nyti jafnréttis hvorir
við aðra. Þessi ranga skoðun var þó bráðlega kveðin niður
bæði hér á landi og svo af mótstöðumönnum sambandslag-
anna í Danmörku. En alt um það hefur þessu máli ekki verið
skipað með samningum milli landanna. íslendingar tóku þann
kostinn vorið 1919, að gera sjálfir lagafrumvarp um það,
hvernig menn skyldi fá og missa íslenzks ríkisfangs og hverja
Island skyldi helga sér af mönnum þeim, sem voru sameigin-
legir ríkisborgarar íslands og Danmerkur 1. des. 1918. Var
mál þetta bæði borið undir dansk-íslenzku ráðgjafarnefndina
og dönsku stjórnina, og urðu fyrirmæli íslenzku laganna um
ríkisborgararétt og um það, hverir verða skyldi íslenzkir ríkis-
borgarar, í fullu samræmi við óskir og álit þeirra. Hefur og
aldrei komið nokkur athugasemd frá Danmerkur hálfu í þá
átt, að ísland hafi ekki skipað því máli að öllu leyti fullnægj-
andi fyrir hana.
Eftir 6. gr. sambandslaganna skulu danskir ríkisborgarar
njóta sama réttar á Islandi sem íslenzkir ríkisborgarar, og ís-
lenzkir ríkisborgarar sama réttar í Danmörku sem danskir
ríkisborgarar. Þó eru borgarar annars ríkisins aldrei skyldir
til herþjónustu í hinu. Andstæðingar sambandslagafrumvarps-
ins töldu þessi fyrirmæli 6. gr. svo háskaleg, að eigi mætti
ganga að frumvarpinu fyrir þá sök. Menn sögðu, að danskir
ríkisborgarar gætu þyrpzt hingað í skjóli jafnréttisákvæðisins
og gert landið danskt. Þeir héldu því og fram, að íslendingar
gætu ekki, án þess að brjóta sambandslögin, sett í lög sín
nokkrar skorður við eða skilyrði um réttindanautn danskra
ríkisborgara. En þetta var mikill misskilningur. Vér getum
sett og höfum sett margháttaðar takmarkanir um réttinda-
nautn þessa. Takmarkanir og hömlur í þessa átt verða ein-
ungis að ganga jafnt yfir danska sem íslenzka ríkisborgara.
Vér höfum t. d. gert 5 ára búsetu á íslandi að skilyrði kosn-
ingarréttar og kjörgengis til alþingis, 1 árs búseta er skilyrði
til þess að geta látið skrásetja skip sitt hér, búseta hér á landi
er skilyrði til þess að mega eiga og eignast hér fasteignir
o. s. frv. Rétt til fiskiveiða í landhelgi má þó ekki binda því
skilyrði, að maður sé búsettur hér. Samskonar er auðvit-