Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 39
eimreiðin
FERÐ YFIR ATLANTSHAFIÐ
351
Finnbogason sagði mér frá. Sá smaladrengur kunni ekki að telja,
°9 var honum því fenginn vetlingur með. jafnmörgum lamba-
sPörðum og ærnar voru margar. Um leið og hann hleypti án-
l>m inn í kvíarnar, kastaði hann einu sparði í hverja á, og
9at á eftir látið mjaltakonuna aðgæta, hvað margar ær vant-
aði, ef eitthvað var eftir af spörðunum.
Eftir nokkra stund var okkur aftur skipað í þvögu inn í
sömu skálana, því nú skyldu innflutnings-eftirlitsmenn athuga
öll vegabréf. Þetta var síðasti hreinsunareldurinn. Eg var aft-
arlega í hópnum, og þurfti því að bíða lengi. Það var heitt
barna inni og sumir sveittir, en allir óþolinmóðir. Inst inni í
salnum sátu embættismennirnir og fóru að engu ótt, sátu þar
við skrifborð í mestu makindum og kveiktu sér í vindlingum.
^eir höfðu fyrir framan sig stórar höfuðbækur, hleyptu að ein-
um og einum í senn, spurðu um nafn og þjóðerni, flettu blöðun-
um í stóru bókunum, rétt eins og sankti Pétur í sjálfu himna-
n'Ui, fóru blaðsíðu vilt, gleymdu fyrri spurningunni og spurðu
aftur, kveiktu í nýrri »sígaretlu«, merktu við vissa dálka út frá
hverju nafni, sem í bókinni stóð, — þar til þeir gátu ineð
9óðri samvizku smelt embættisstimpli sínum á vegabréf hvers
°9 eins. — Þetta var í rauninni samskonar »serimonia« og
kjötskrokkarnir verða að þola á haustin.
Eg andaði léttara, eftir að þessi mæða var afstaðin,
°9 nú hugsaði eg með mér, að við gætum öll glöð hoppað í
land, líkt og segir um froskana í Liitkens dýrafræði, þegar
t>eir að lokinni myndbreylingu úr lagardýrshamnum »hoppa í
land sem halalaus, með lungum andandi dýr«. Ó-ekkí! Þá
tóku við tollþjónarnir við landgönguna og fóru að snuðra ofan
1 ferðakisturnar. Eg hafði meðferðis svolítinn stranga af Gefj-
nnarvefnaði, sem eg ætlaði að skenkja Gunnari bróður mín-
Utu> og var hann neðst í kistunni. Eg var svo hreinskilinn að
Se9Ía frá þessum stranga og fékk fyrir 5 dollara útlát í tolli.
Annars gekk leitin mest út á að finna tóbak og áfengisflösk-
Ur> en þær hafði eg engar.
Hinsvegar leið ekki á löngu áður en eg sjálfur snuðraði upp
^fengi í bannlandinu mikla, sem ekki vill lengur kannast við
nafnið sem Leifur hepni gaf því. Því þegar eg var sloppinn
Ur klóm tollheimtumannanna, uppgötvuðu mín ilmfæri megna