Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.10.1924, Blaðsíða 59
eimreiðin „HVERNIG FERÐU AÐ VRK]A?“ 371 ég fór þaðan að vísu bæði þessi ár, en man ekki, hvort árið þetta var, sem ég ætla nú að segja frá. A leiðinni frá Skot- landi til íslands fengum við bezta veður, sólskin og blíðu, en lognaldan vaggaði skipinu þungt og hægt. Eg lá lengst af í hægindastól uppi á þilfari og las »reyfara«. Man ég, hvað skýin í vestrinu vóru falleg á kvöldin, eldrauð, gullin og með Ýmsum öðrum lilum. Hafði þetta mikil áhrif á mig, en ekkert kvæði varð til úr því samt. Nú líður og bíður fram til sumarsins 1914. Það sumar dvaldist ég vestur í Dölum að Kvennabrekku. Sést þaðan út á Hvammsfjörð, og eyjagarðurinn á firðinum afmarkar sjón- deildarhringinn í þá átt; þar eru Dímunarklakkar, mjög fallegir. Þá er það eitt fagurt kvöld, að ég og Yngvi bróðir minn vor- um að horfa í vesturátt. Þar syntu undursamlega fagrar skýja- eyjar á lofthafinu. Þá minnir mig, að það væri Yngvi, sem lét orð falla í þá átt, að þessar skýja-eyjar mintu sig á eyjarnar Waak-al-Waak. Þá sló niður í hug mér sem eldingu minn- ingunni um sjóferðina frá Skotlandi og skýin á vesturhimninum Þá, og alt þetta — þessar tvennar skýja-eyjar, eyjarnar á Hvammsfirði og eyjarnar Waak-al-Waak — ófst saman í eina heild, — heild, sem táknaði þrá mína til »eyja hinna sælu«, sem hafa ef til vill verið fimtu eyjarnar í þessum hópi, Þótt skynvitund mín vissi ekki af því þá. Og skömmu síðar datt mér í hug að gera út af þessu kvæði, en ekki hygg ég, að úr því hafi orðið fyr en nokkru síðar og þá fyrirhafnarlítið. Löngu seinna las ég aftur »söguna af Asem og andadrottn- ingunni* og sá þá, að því er lýst þannig, er Asem sá eyjar- nar Waak al Waak í fyrsta sinni: »Voru fjöll eyjanna eldrauð eins og skýbólstrar þeir, er sólin gyllir, þegar hún sígur í ægi«. Þessi lýsing, hygg ég og, að hafi legið dulin í undirvitund minni, er ég orti kvæðið, þótt ég myndi þá alls ekki eftir henni eða, réttara sagt, þótt skynvitund mín myndi ekki eftir henni. En það atriðið, sem ég ætla að hafi haft mest áhrif við samningu kvæðisins, er þó sjóferðin frá Skotlandi til íslands. Eyrst að þessi grein hefur lent í því hjá mér, eins og hjá 9ömlu körlunum, að tala um sjálfan mig, er bezt, að ég segi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.