Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 28

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 28
340 ÞRJÚ KVÆÐI EIMREIÐIN Stormar blása og straumar renna stórmerkjanna og eldar brenna, en venjur fjúka og víkja um set. Slíkir eiga hin breiðu bökin. — Brögð þeir kunna og fastatökin; geta hampað heilum þjóðum, högum þeirra og aldarbrag, geta vakið vilja hljóðum vor og fjör á eyðislóðum, hreinsað mollu heimsins dag. Tímans lítt þeir lækka’ af svörfum, ljóma jafnt á aldahvörfum. Eiga dreka og hrausta heri, horfa hvast úr lyfting enn; standa fast, þó straumar beri stóra flota’ að gleymsku skeri, þar sem fara meðalmenn. Ferð Y^r Atlantshafið. Eftir Stgr. Matthíasson. Eg hafði heitið því, ef auðnan leyfði mér einhvern tíma að ferðast vestur um haf, að taka mér þá far — ekki með nein- um slordalli, — heldur með einu af veglegustu og stærstu skipunum. Þetta ætlaði þó ekki að ganga eins og í sögu, þvl plássin voru pöntuð fyrir fram. Eg varð að horfa á eftir bæði »Mauretania« og »01ympic«, án þess að geta fengið far með þeim. Þá var að reyna að komast með »Berengaria«, sem var næst í röðinni, en hún var líka fullfermd. Af hendingu fékk eg þó far með henni; — farþegi hætti við að fara, o3 fékk eg hans farmiða. Þetta stapp með farmiðakaupin tafði mig vikutíma í Lund-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.