Eimreiðin - 01.07.1927, Page 39
EIMREIÐIN
TIL GRIÐASTAÐAR
231
er veitti henni í vöggugjöf
sú vild, sem djúpskygn er.
Þann fararskjót, sem fetar loft
og fleygivakur er,
ég söðla nú og sezt á bak,
er sól að hvílu fer.
Mig svimar þó og sundlar mjög
í svaðilförum þeim.
Og orðasmiður aftur vill
til elju sinnar heim.
Á Grana þessum geist ég ríð,
er góðu skeiði nær.
Og hjarta mitt er hengt á þráð,
er hverfur sveit og bær.
En jörðin sýnist eins og ögn,
er engan svip á til.
I fjarska virðist röðli rent
í regin-myrkra hyl.
Til efstu hæða í eftirleit
ég ætla mér að ná,
ef greiðast vel þau gangnaskil
að gista drotni hjá —
og fala að honum veturvist,
ef vel mér litist á.
En höfuðbólið hlidskjálf guds
ég hvergi fæ að sjá.
Þar sést ei’ vottur sælu húss,
er sótt ég geti heim,
og andkul sverfur að mér fast
og ótti, á bratta þeim.
Til sigurhæða síðla næst
á seinum lestagang,
er brekka liggur manni mjög
og mélagammi í fang.