Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 79
eimreiðin BREF UM MERKA BÓK 271
að stvðjast við erlenda höfunda. Enginn vegsauki er það ís-
lenzkum mönnum, er fræðimenn eiga að heita, að láta Þjóð-
verja kenna sjer, hvernig þeir, Islendingarnir, eigi að stuðl^
íslenzkar bögur!).
En gaman væri nú að sjá, hvernig hrynjandi sú er, sem
Friðrik Blass hefr fundið.
Þau eru fjögur, grundvallaratriðin, er hrynjandin íslenzka
hvílir á. Geri jeg ráð fyrir því, að þjer hafið nú, er þjer fáið
brjef þetta, lesið þau út úr bókinni. Jeg vil þó minnast á þau
í brjefi þessu og biðja yðr að veita þeim athygli.
liendingaskil. — Fyrst er skil hendinga. Jeg tel tíu teg-
undir þeirra, eins og þjer sjáið í bókinni. Enginn maðr, sem
athugar málið, getr varist að veita því athygli, að hjer og
hvar eru hendingaskil. Hitt er annað mál, að deila má um
Ýms þeirra og þá einkum um ábending og ef til vill saman-
burðarliði. Nú væri fróðlegt að vita, hversu margar eru greinir
hendingaskila í grísku að dómi Friðriks Blass. Þefta er fyrsta
°9 ef til vill versta atriðið. Þó er jeg þeirrar skoðunar, að jeg
hafi farið nærri rjettu lagi í íslenzku. Eti um önnur mál þori
le9 ekkert að segja, og veit því eigi, hvort sama reglan gildir
um þau. Þó er mér nær að halda að svo sje. Þess ber þó
gæta, að aðrar þjóðir, til dæmis Danir, eru ekki eins
elskir að stuðlum og við. Fyrir því getr vel verið, að ris-
stuðlan, togstuðlan, skriðstuðlan, klifstuðlan og ljestuðlan brjóti
e^ki hendingar í erlendum tungum. En gaman væri að vita
Þetta.
Hendingalengd. — Annað er hendingalengd. Jeg tel þá
hendingu lyppu, er lengri verðr en sjöföld. Þykist jeg sanna
betta svo, að ekki verði móti mælt. Lengri hending verðr
naumast sögð, nema í brotum. Auk þess er, eins og þjer
v'tið, unt að stuðla lengri hendingu Ijóðstuðlan svo, að hún
taki höfuðstaf.
Ætli Blass tali um hendingalengd? Og ef hann gerði það,
Vær> gaman að vita, hvort hann telur hendingar Grikkja eða
Rómverja hafa verið lengri en sjöfaldar.
Rómöldur. — Þriðja er rómöldur. Ljestuðlan, sem jeg nefni
*) Sbr. Schweitzersreglur.