Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 59
eimreiðin
BARÁTTAN UM OLÍUNA
251
1 söltu vatni inni í landi, myndast olía, einkanlega ef loftslagið
er hlýtt og vatnsuppgufunin mikil, svo mikil, að meira gufi
upp en aðrensli af ósöltu vatni nemur, því þá fer seltan í
stöðuvatninu vaxandi. A sama hátt geta firðir með litlu út-
streymi til úthafsins orðið saltari en sjórinn fyrir utan. Þessi
skilyrði hafa verið fyrir hendi við Kaspíahaf, en þar eru Baku-
lindirnar, og víðsvegar í Ameríku (sbr. saltvatnið í Utah).
Niður við botn þessara vatna og fjarða safnast lag af vatni,
sem er algerlega loftlaust, og dýra- og jurtaleifar þær, sem
sökkva í þessu vatni, verjast því rotnun í leðjunni á botnin-
um, og eggjahvítusambönd þeirra klofna og mynda olíu. Ofan
á þetta lag setjast með tímanum lög af leir, sandi eða kalki,
sem smám saman harðna og mynda stein. Olían leitar upp á
við, vegna þess hve létt hún er, undan þrýstingnum, sem á
henni hvílir; hún smýgur gegnum stórholóttar bergtegundir,
svo sem sandstein og grófan kalkstein, en leir- og mergil-
hellu kemst hún ekki gegnum. Skilyrði fyrir myndun olíulinda
er það, að olíuhelt lag sé beggja megin olíu-jarðlagsins,
annars fer hún út í veður og vind og verður engum að notum.
Olían er aldrei ein saman á milli jarðlaga þeirra, sem að
henni liggja. í námunum er ávalt bæði gas og saltvatn ásamt
olíunni, og raðast þetta þrent í Iög eftir eðlisþyngdinni, salt-
vatnið neðst, þá olían og efst gasið. Þrýstingurinn á því er
avalt meiri en andrúmsloftsins og leitar olían því upp á yfir-
borð jarðarinnar, ef hún finnur nokkra smugu, og sömuleiðis
Sasið og vatnið. Er þeim, sem að námunum leita, mikil vís-
bending í þessu. Sé hola boruð niður í olíulagið, Ieita þessi
e^ni upp með mikilli áfergju, þangað til þrýstingurinn í olíu-
Nginu er orðinn jafnlítill þrýstingnum ofanjarðar. Stundum er
brýstingurinn svo mikill fyrst í stað, að lindin gýs í háa loft.
bannig gaus Tagieff-lindin í Baku 70 metra árið 1886 og
f.Pló 500 smálestum af olíu á klukkustund, en Druschba-
indin, sem fanst 1883, gaus 90 metra og skilaði 300 smá-
estum. Gosið lækkar svo smám saman eftir því sem tómið
eykst niðri fyrir, og loks verða dælurnar að taka við og ná
ol'unni upp.
begar olían kemur upp á yfirborðið, er hún býsna ólík
Venjulegri steinolíu, dökk á litinn, og slær á hana brúnum eða