Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 89
eimreiðin GRETTISSUND ERLINGS PÁLSSONAR
281
Um hádegi var komið að Reykjavör, og fóru þeir þar á land
og fengu sér vistir til fararinnar. Tveir menn bættust þar í
hópinn, Guðmundur Stefánsson og ungur drengur, Einar Ás-
grímsson, sonur hjónanna á Reykjum. Aldraður maður þar á
bænum fylgdi þeim til strandar. Hann heitir Sölvi Sölvason,
hinn gervilegasti maður. Hann tók í hönd Erlingi að skilnaði
og óskaði þess, að förin yrði þeim til gleði og frama. Þótti
Erlingi þetta fyrir því undarlegt, að þeir höfðu ekki látið neitt
upp um sundið. Síðan skoðuðu þeir lendingarstaði á nesinu
og héldu svo til Drangeyjar og voru um eina klukkustund
milli lands og eyjar.
Þegar þangað var komið, fóru allir upp á eyna, nema Er-
Hngur og annar maður, sem gætti bátanna. Voru þeir um
klukkustund í þeirri för, en Erlingi þótti biðin löng, og þá
leið honum verst í þessum leiðangri. Hann hafði þá staðráðið
með sjálfum sér að synda úr eynni þenna dag. En nú sá
hann, að heldur tók að hvessa og öldutoppar að hækka, og
hugsaði þá með sér, að hann hefði ekki átt að sleppa þeim
upp á eyna, heldur búast tafarlaust til sundsins. Hann fleygði
spýtu út úr bátnum, til þess að sjá, hvað straumnum liði, og
bar hana um 30 stikur út móti kviku og vindi á tveim mín-
útum. Sá hann og, að útstraumur fossaði á nefi norðan til á
eynni. En uppi yfir slútti bjargið kvikt af fugli. Þar sátu ung-
ar sem þéttast á þverhandarbreiðum syllum, og fuglar flugu í
sífellu, »margir sem mý«, en kliður svo mikill, að varla heyrð-
ist manrsins mál. — Tveir nýdauðir ungar flutu fyrir straumi
fram með bátnum, og mátti Erlingur minnast vísna Jónasar:
Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðu megin
beljandi hvalaþröng.
Og hins vegar ungar hrjóta
úr hreiðrum með nef og stél
En nú var ekki tóm til þess að rifja upp kveðskap. Þarna
Homu þeir félagar ofan af eynni!