Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 51
ElMREIÐIN
TVÆR RITGERÐIR
243
væri kostur. Þuí að áhættan væri engin. En hitt veit ég ekki
eins vel, hvernig fer, ef menn halda áfram að meta meir það,
sem ósannara er. En þetta er það, sem mér virðist líklegast.
Slysaaldan mikla, sem þegar hefur orðið nokkuð vart hér,
mundi þá ná hingað af fullum krafti. Mundi þá verða hér
sjávargangur til mikils skaða og jarðskjálftar, svo að mörg
hús mundu falla, sem ekki eru járni treyst. Hygg ég, að bær-
■un mundi ekki rétta við síðan, og lítið verða eftir af Reykja-
vík, þegar þeir væru orðnir öldungar, sem nú eru hér yngstir.
Eu ef vel vegnar, ef hin íslenzka þjóð skilur sitt ætlunar-
verk, þá verður Reykjavík skemtilegri og fegurri borg en
nokkrum mundi nú þykja líklegt að orðið gæti. Og fegursta
°9 mesta húsið í bænum verður eign allra bæjarbúa og
kallað Vingólf. Munu Reykvíkingar koma þar saman til að
kynnast og stofna til þess, sem í sannleika megi kalla bæjar-
kf. Því að nú er ekki til neitt, sem svo sé rétt nefnt. Menn
Se2Ía að vísu oft, að hér þekki allir alla, en hitt væri þó
sönnu nær, að flestum séu fáir kunnir, en sannast þó, að
enginn þekki annan.
27,—31. ág. ’27.
Áríðandi viðleitni.
Ekkja eftir frægan leikara enskan, hefur í bók, er hún
nefnir Albert Chevalier comes back, lýst því, hvernig hún með
hjálp eigi allfárra hinna beztu miðla á Englandi fekk sam-
band við mann sinn framliðinn. Hafði hún ekki áður haft
neinn áhuga á slíku, en hefur nú með tilraunum þessum, sem
un segir nokkuð af, sannfærst um, að maður hennar lifi þó
^ hann sé látinn, og að hún hafi fengið samband við hann.
lrðast sannanir þær, sem hún færir fram, óhrekjandi. En þó
það ekki þeirra vegna, sem mér þykir bókin merkileg, því
e9 hef fyrir löngu gengið algerlega úr skugga um það,
* framliðnir lifa, og að samband má fá, þó að alt af sé
u Jkomnara en vera þyrfti. Dókin hefur í mínum augum
/ , helzt vegna þess, að þar kemur fram á skemtilegan hátt
SS1 algenga viðleitni framliðinna á að koma þeim, sem þeir