Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 55
eimreiðin
BARÁTTAN UM OLÍUNA
247
vitið, og það verður í enn frekara mæli hlutverk hans í fram-
tíðinni, eftir því sem vélarnar fullkomnast og ná til fleiri iðju-
Sreina. Sálina, hugsunina, verða mennirnir að Ieggja til, því
brátt fyrir alt hugvit og »sjálfvirkar« vélar mun seint takast
að gera vélar með sál.
Það er löngum venja að nota höfðatöluna sem mælikvarða
á mátt þjóðanna. Notkun orkunnar gerir þennan mælikvarða
skeikulan. Úr því að orkulindir náttúrunnar eru svo margfalt
aflmeiri en mennirnir, hlýtur þróttur þjóðanna og framtíðar-
korfur að miðast við orkuauðæfi landsins, skilyrðin til að
hagnýta þau og vitþroska þjóðarinnar. Það verður því jafn-
framt að nota annan mælikvarða, nú á vélaöldinni: hve mik-
Jnn orkuforða hver þjóð hefur að baki sér.
Menn hafa þegar fengið reynslu fyrir þessu af kolunum,
sem undanfarið hafa verið aðalaflgjafi vélamenningarinnar.
Eru ekki kolin undirstaðan undir heimsveldi Breta, viðgangi
Þjóðverja og þéttbýli Belgíu? Nú hafa þau fengið nýjan
f<eppinaut í olíunni. Mótorinn hefur útrýmt gufuvélinni á ýms-
um sviðum, og numið ný. Einkum á þetta við um samgöngu-
tækin. Merkasta samgöngutæki nútímans, flugvélin, byggir
tilveru sína á olíunni, — án hennar væri það ekki til. Bif-
reiðarnar eru háðar olíunni, en þær hafa breytt samgöngum
Þjóðanna ekki minna en járnbrautirnar gerðu á sínum tíma.
Eiskveiðar ýmsra þjóða eiga að miklu leyti olíunni tilveru sína
að þakka, það þekkja íslendingar. Stórskipin taka sem óðast
UPP olíu sem eldsneyti í stað kola, bæði til eimhitunar og
mótora. Olían hefur lagt undir sig heiminn. Enn er það ótalið,
að herskip, sem kynda olíu, taka öðrum fram, eru hraðskreið-
ari °2 komast lengra á eldsneytisforða sínum. Og nýjustu
árápsvélarnar, skriðkvikindin, sem ég man ekki íslenzkt nafn
a- en Bretar nefna tanks, eru hreyfðar með olíu. Hún er með
óðrum orðum orðin ómissandi í hernaði, mest þó vegna flug-
vélanna, sem hernaður komandi ára mun byggjast á.
Baráttan um olíuna er háð vegna atvinnuvega og þjóðar-
a2s, en þó fyrst og fremst vegna hernaðar og yfirráðanna í
eiminum. Því enn þá eru stórþjóðirnar ekki lengra komnar
en Suo, að mest þykir þeim við þurfa um góð tæki til þess
drepa menn. Ríkin sintu engu tilraunum fyrstu flugvéla-