Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Side 100

Eimreiðin - 01.07.1927, Side 100
292 RADDIR EIMREIÐIN slúöur, og loks verður að fylgja þessu hæfileiki til að gera lítið og segja enn þá minna. Þá var eitt svarið á þessa Ieið: Umburðarlyndi hefur þrjár hliðar. Það birtist í tilfinningum, vitsmunum og siðferði. í tilfinningunum kemur það fram sem mannúð, í vitsmununum sem skijningur á orsökum og ástæðum fyrir breytni annara, og í siðferði sem föst og skýr siðgæðis- meðvitund. Þetta þrent samanlagt gerir það að verkum, að vér umberum, metum réttilega og styðjum oft athafnir, sem eru f andstöðu við eigin eðli vort og skoðanir. Siðferðilega hliðin varnar því, að umburðarlyndið verði að læpuskap, og tryggir það, að umburðarlyndi verði uppspretta máttar en ekki veikleika. Kanske einhverjir af lesendum Eimr. vildu skýrgreina orðið umburðar- Iyndi á ekki lakari hátt en gert er með svörum þessum. Það er góð gestaþraut. BÓKMENTIRNAR OG LÍFIÐ. [Haustið 1925 reit danski rithöfundurinn Emil Bönnelycke grein í »Tidens Tanker«, þar sem hann ræðst óvægilega á skáld og rithöf- unda, jafnframt því sem hann fer hörðum orðum um rithöf- undarstarfsemi sjálfs sín. Kveður í greininni mjög við annan tón en menn eiga að venjast, en fæstum mun blandast hugur um, að margt er satt í orðum höfundar. Fyrir skömmu kom út eftir hann á kostnað Gyldendals-forlags sagan »Ny Ung- dom«, þar sem hann ræðst meðal annars á Scala-leikhúsið, einhvern fjölsóttasta skemtistað Kaupmannahafnarbúa, and- leysið og siðspillinguna bæði þar og víðar. Vakti bók þessi upp- þot mikið, og lá við málaferlum. Bókin seldist upp á fáum dög- um. Kafli sá, sem hér fer á eftir, er þýddur úr fyrnefndri grein]. Ég hélt lengi vel, að starf mitt í þágu bókmentanna myndi ósjálfrált gera mig að sannari og betri manni. Ég hélt, að það að skrifa myndi hafa lík áhrif á mig eins og bænin á hinn guðhrædda eða baráttan við að finna guð á hinn trúlausa. Átta ára starf mitt í þágu bókmentanna hefur ekki haft snefil af göfgandi áhrifum á mig. Ég er þvert á móti orðinn forhertur, hrokafullur og kvikinzkur. Ég er orðinn spottari, og ekkert annað en fátæklegur og hversdagslegur „mentaðra manna" stíllinn kemur í veg fyrir, að ég fer ekki ókvæðisorðum um tortímandi áhrif bók- mentanna á mennina — þeirra bókmenta, sem heimurinn vegsamar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.