Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 90

Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 90
282 GRETTISSUND ERLINGS PÁLSSONAR eimreiðin Nú var farið að tala um að tygja sig til sundsins, en þá spyr Bjarni, hvort þeim sé í raun og veru alvara að synda þá þegar, — »það lízt mér óráðlegt, því að nú er hann að draga upp vindský og gerir storm í kveld.c Hann bjóst við, að þetta væri ekki annað en skyndiför, og að þeir mundu koma næsta sumar til þess að freista sundsins. En Sigurjón reiddi upp hnefann af nokkurum þjósti og sagði, að þeir sunnanmenn hefði engan tíma til þess að bíða. Var svo ekki um þetta rætt einu orði fleira. En Erlingur mintist orða skáldsins: »Gamall þulur hjá græði sat«, en lét þó eigi veð- urspána skelfa sig. Nú tóku þeir að búa Erling undir sundið, og voru að því eitthvað hálfa klukkustund. Fyrst var hann smurður frá hvirfli til ilja, og til þess notuð feiti, viðlíka þykk eins og grænsápa, en öllu seigari. Þá fór hann í þunnan sundbol, þá í bol úr dúnheldu lérefti, ofurlítið olíuborinn, og yzt í venjulegan sundbol. Hann hafði örþunna hanzka á höndum til þess að varna því, að feitin skolaðist af þeim, og sundhúfu á höfði, en ekki hlífar- gleraugu, sem sundmenn nota þó oft. Síðan óð hann frá suðurodda Drangeyjar, og var þar nokkurt útgrynni, en þegar sjór tók honum í mitti, lagðist hann til sunds og stefndi á Reykja- disk, en það er nes skamt frá Reykjum. Þá var klukkan 5 og 37 mínútur síðdegis. Honum virtist létt um sundið, fór á »þolskriðsundi«, 10 sundtök á 22 sekúndum. Sjávarhiti var þar 11 stig á Celsíusmæli og hélzt svo alla leið til lands. Veður var mjög gott. Hvika var nokkur af austri og hag- stæð. Sóttist sundið greiðlega. Sundmaðurinn bar sig vel, og sundtökin voru örugg. Kl. 6,37 er kvikan eins. Kl. 6,55 skiftir hann um sundtök allra snöggvast og syndir bringusund. Hafði hann einu sinni brugðið því fyrir sig áður. Vindur heldur hægari en áður, en kvikan söm. Sakar þó ekkert, því að hún er á eftir. Kl. 7,37, eftir tvær klukkustundir, sami hraði sundtaka, en veðurhorfur og vindstaða að breytast. Til þessa hefur sundið sózt ágætlega, vegalengdin er talsvert meira en hálfnuð. Kvika og vindur eins og áður, en straum- ur að aukast. Kl. 8,37: Vindur kominn af norðvestri, kvika meiri og krappari. Straumur eins og áður. Sundtök 10 á 24 sekúndum. Erlingur þreytir sundið fast og vel, vill halda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.