Eimreiðin - 01.07.1927, Blaðsíða 90
282
GRETTISSUND ERLINGS PÁLSSONAR eimreiðin
Nú var farið að tala um að tygja sig til sundsins, en þá
spyr Bjarni, hvort þeim sé í raun og veru alvara að synda
þá þegar, — »það lízt mér óráðlegt, því að nú er hann að
draga upp vindský og gerir storm í kveld.c Hann bjóst við,
að þetta væri ekki annað en skyndiför, og að þeir mundu
koma næsta sumar til þess að freista sundsins. En Sigurjón
reiddi upp hnefann af nokkurum þjósti og sagði, að þeir
sunnanmenn hefði engan tíma til þess að bíða. Var svo ekki
um þetta rætt einu orði fleira. En Erlingur mintist orða
skáldsins: »Gamall þulur hjá græði sat«, en lét þó eigi veð-
urspána skelfa sig.
Nú tóku þeir að búa Erling undir sundið, og voru að því
eitthvað hálfa klukkustund. Fyrst var hann smurður frá hvirfli
til ilja, og til þess notuð feiti, viðlíka þykk eins og grænsápa,
en öllu seigari. Þá fór hann í þunnan sundbol, þá í bol úr
dúnheldu lérefti, ofurlítið olíuborinn, og yzt í venjulegan sundbol.
Hann hafði örþunna hanzka á höndum til þess að varna því,
að feitin skolaðist af þeim, og sundhúfu á höfði, en ekki hlífar-
gleraugu, sem sundmenn nota þó oft. Síðan óð hann frá
suðurodda Drangeyjar, og var þar nokkurt útgrynni, en þegar
sjór tók honum í mitti, lagðist hann til sunds og stefndi á Reykja-
disk, en það er nes skamt frá Reykjum. Þá var klukkan 5
og 37 mínútur síðdegis. Honum virtist létt um sundið, fór á
»þolskriðsundi«, 10 sundtök á 22 sekúndum. Sjávarhiti var
þar 11 stig á Celsíusmæli og hélzt svo alla leið til lands.
Veður var mjög gott. Hvika var nokkur af austri og hag-
stæð. Sóttist sundið greiðlega. Sundmaðurinn bar sig vel, og
sundtökin voru örugg. Kl. 6,37 er kvikan eins. Kl. 6,55 skiftir
hann um sundtök allra snöggvast og syndir bringusund.
Hafði hann einu sinni brugðið því fyrir sig áður. Vindur
heldur hægari en áður, en kvikan söm. Sakar þó ekkert, því
að hún er á eftir. Kl. 7,37, eftir tvær klukkustundir, sami
hraði sundtaka, en veðurhorfur og vindstaða að breytast. Til
þessa hefur sundið sózt ágætlega, vegalengdin er talsvert
meira en hálfnuð. Kvika og vindur eins og áður, en straum-
ur að aukast. Kl. 8,37: Vindur kominn af norðvestri, kvika
meiri og krappari. Straumur eins og áður. Sundtök 10 á
24 sekúndum. Erlingur þreytir sundið fast og vel, vill halda